Sport

Handrið gaf sig og áhorfendur hrundu til jarðar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eins og sjá má voru áhorfendur bara nokkuð hressir með að fá að hitta Jalen Hurts, leikmann Philadelphia Eagles.
Eins og sjá má voru áhorfendur bara nokkuð hressir með að fá að hitta Jalen Hurts, leikmann Philadelphia Eagles. Greg Fiume/Getty Images

Betur fór en á horfðist þegar handrið í áhorfendastúku á FedEx-velli Washington gaf sig er Washington Football Team tók á móti Philadelphia Eagles í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt.

Handriðið gaf sig undan þunga áhorfenda er þeir freistuðu þess að fá fimmu frá leikmanni Philadelphia, Jalen Hurts, með þeim afleiðingum að nokkrir áhorfendur féllu til jarðar. Svo virðist sem engan hafi sakað.

Í yfirlýsingu frá Washington Football Team kemur fram að allir sem hafi lent í slysinu hafi fengið aðhlynningu á staðnum, og yfirgefið svæðið í kjölfarið á því.

Þá er haft eftir einum forsvarsmanna Wahington-liðsins að umrætt svæði sé fyrir fatlaða einstaklinga, og sé sérstaklega hannað fyrir sex einstaklinga í hjólastól ásamt sex fylgdarmönnum þeirra.

Því sé ekki um að ræða handrið sem þoli mikið álag, sérstaklega ekki þegar fjöldi manns sem vega saman fleiri hundruð kíló halli sér að því.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×