Samstarf eða sameining? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2022 13:01 Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar