Búa sig undir að taka á móti fjölda erlendra verkamanna Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 12:21 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Vilhelm Hundrað herbergi bætast við farsóttarhúsin í dag þegar tekið verður yfir restina af Icelandair Hotel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Í kringum hundrað einstaklingar eru á biðlista eftir að komast í einangrun á farsóttarhúsi. Reiknar forstöðumaður með að tæma fyrirliggjandi lista en að fleiri sæki í húsin eftir sýnatöku í dag. Von er á því að fjöldi erlendra farandverkamanna muni þurfa á plássi að halda á næstu dögum þegar þeir snúa aftur til landsins eftir hátíðarnar. 250 gestir dvelja nú á farsóttarhúsum en fram að þessu hefur einungis um helmingur Icelandair Hotel Natura verið nýttur undir starfsemina. Tvö önnur hótel eru tilbúin til opnunar ef nauðsyn krefur, þeirra á meðal Fosshótel Baron við Barónstíg sem hefur áður verið nýtt sem farsóttarhús. Tóku fólk inn um á síðustu mínútum ársins Mikil álag var á farsóttarhúsunum um jól og áramót og þurfti að forgangsraða eftir þörf fólks þegar um hundrað manns biðu eftir plássi. „Það var bara gífurlega mikið að gera, við vorum að setja inn fólk alveg til miðnættis á gamlárskvöld og strax aftur eldsnemma á nýársmorgun. Það hefur ekkert stoppað hjá okkur um áramótin,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Gylfi vonast til að auðveldara verði að fá herbergi undir starfsemina nú þegar erlendir ferðamenn eru farnir að yfirgefa landið eftir áramótin. „Á móti kemur að nú er töluvert af farandverkamönnum sem fóru heim í jólafrí en koma aftur og ef við höfum eitthvað lært af reynslunni frá því í fyrra þá vitum við að stór hópur þeirra á eftir að koma sýktur til landsins. Við vitum að við þurfum að vera klár í það.“ Mikil ásókn í farsóttarhúsin helst í hendur við mikla aukningu innanlandssmita. Þá hefur hlutfall þeirra ferðamanna sem greinast jákvæðir við landamæraskimun farið hækkandi.Vísir/Arnar Margir ferðamenn þurft að yfirgefa hótel sín Fjölmörg dæmi eru um að erlendum gestum hafi verið gert að yfirgefa hótel sín eftir að þeir eða samferðafólk þeirra greinist með Covid-19 hér á landi. Kemur það þá í hlut farsóttarhúsa að reyna að grípa þá einstaklinga og veita þeim gistipláss á meðan þeir ljúka einangrun. Meðal þeirra er hópur ferðamanna sem átti bókaða gistingu á Hótel Rangá á Suðurlandi um hátíðirnar. „Við höfum verið svo heppin með það að það hefur bara komið upp einu sinni hjá okkur, og það hjá gestum sem voru bara nánast rétt komnir inn og fóru bara strax aftur,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Hópurinn hafi svo séð um að koma sér sjálfum á farsóttarhús í samstarfi við ferðaskrifstofu sína. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, er mikill flugáhugamaður.Vísir/Einar Árnason Gengið vel en nú ríki meiri óvissa vegna ómíkron Friðrik segir að álag hafi aukist mjög á starfsfólk vegna faraldursins og þeim sé nú gert að fara í Covid-sjálfspróf á hverjum degi í ljósi aðstæðna. Í ofanálag hafi starfsfólk verið að lenda reglulega í einangrun og sóttkví líkt og á flestum öðrum vinnustöðum. „Við reynum að láta það hafa eins lítil áhrif á starfsemina og hægt er en það tekur sinn toll.“ Umfangsmikil hópsýking hafði mikil áhrif á starfsemi Hótel Rangár sumarið 2020. Talið er að minnst 63 einstaklingar sem greindust með Covid-19 í annarri bylgju faraldursins hafi haft bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua. Þá þurfti ríkisstjórnin að fara í skimun eftir viðkomu sína á hótelinu vinsæla. Friðrik segir að sóttvarna sé þar gætt í hvívetna, bæði þá og nú. Mikið hefur verið að gera á Hótel Rangá yfir hátíðirnar og í raun frá því um mitt sumar. Friðrik segir þó meiri óvissu ríkja um framhaldið og bókunarstaðan nú lakari en hefur verið. Hann segir greinilegt að fólk sé órólegt vegna núverandi þróunar faraldursins á heimsvísu og það komi til með að hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2. janúar 2022 20:14 „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. 24. desember 2021 11:34 63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 30. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Von er á því að fjöldi erlendra farandverkamanna muni þurfa á plássi að halda á næstu dögum þegar þeir snúa aftur til landsins eftir hátíðarnar. 250 gestir dvelja nú á farsóttarhúsum en fram að þessu hefur einungis um helmingur Icelandair Hotel Natura verið nýttur undir starfsemina. Tvö önnur hótel eru tilbúin til opnunar ef nauðsyn krefur, þeirra á meðal Fosshótel Baron við Barónstíg sem hefur áður verið nýtt sem farsóttarhús. Tóku fólk inn um á síðustu mínútum ársins Mikil álag var á farsóttarhúsunum um jól og áramót og þurfti að forgangsraða eftir þörf fólks þegar um hundrað manns biðu eftir plássi. „Það var bara gífurlega mikið að gera, við vorum að setja inn fólk alveg til miðnættis á gamlárskvöld og strax aftur eldsnemma á nýársmorgun. Það hefur ekkert stoppað hjá okkur um áramótin,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Gylfi vonast til að auðveldara verði að fá herbergi undir starfsemina nú þegar erlendir ferðamenn eru farnir að yfirgefa landið eftir áramótin. „Á móti kemur að nú er töluvert af farandverkamönnum sem fóru heim í jólafrí en koma aftur og ef við höfum eitthvað lært af reynslunni frá því í fyrra þá vitum við að stór hópur þeirra á eftir að koma sýktur til landsins. Við vitum að við þurfum að vera klár í það.“ Mikil ásókn í farsóttarhúsin helst í hendur við mikla aukningu innanlandssmita. Þá hefur hlutfall þeirra ferðamanna sem greinast jákvæðir við landamæraskimun farið hækkandi.Vísir/Arnar Margir ferðamenn þurft að yfirgefa hótel sín Fjölmörg dæmi eru um að erlendum gestum hafi verið gert að yfirgefa hótel sín eftir að þeir eða samferðafólk þeirra greinist með Covid-19 hér á landi. Kemur það þá í hlut farsóttarhúsa að reyna að grípa þá einstaklinga og veita þeim gistipláss á meðan þeir ljúka einangrun. Meðal þeirra er hópur ferðamanna sem átti bókaða gistingu á Hótel Rangá á Suðurlandi um hátíðirnar. „Við höfum verið svo heppin með það að það hefur bara komið upp einu sinni hjá okkur, og það hjá gestum sem voru bara nánast rétt komnir inn og fóru bara strax aftur,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Hópurinn hafi svo séð um að koma sér sjálfum á farsóttarhús í samstarfi við ferðaskrifstofu sína. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, er mikill flugáhugamaður.Vísir/Einar Árnason Gengið vel en nú ríki meiri óvissa vegna ómíkron Friðrik segir að álag hafi aukist mjög á starfsfólk vegna faraldursins og þeim sé nú gert að fara í Covid-sjálfspróf á hverjum degi í ljósi aðstæðna. Í ofanálag hafi starfsfólk verið að lenda reglulega í einangrun og sóttkví líkt og á flestum öðrum vinnustöðum. „Við reynum að láta það hafa eins lítil áhrif á starfsemina og hægt er en það tekur sinn toll.“ Umfangsmikil hópsýking hafði mikil áhrif á starfsemi Hótel Rangár sumarið 2020. Talið er að minnst 63 einstaklingar sem greindust með Covid-19 í annarri bylgju faraldursins hafi haft bein eða óbein tengsl við hópsýkingunua. Þá þurfti ríkisstjórnin að fara í skimun eftir viðkomu sína á hótelinu vinsæla. Friðrik segir að sóttvarna sé þar gætt í hvívetna, bæði þá og nú. Mikið hefur verið að gera á Hótel Rangá yfir hátíðirnar og í raun frá því um mitt sumar. Friðrik segir þó meiri óvissu ríkja um framhaldið og bókunarstaðan nú lakari en hefur verið. Hann segir greinilegt að fólk sé órólegt vegna núverandi þróunar faraldursins á heimsvísu og það komi til með að hafa áhrif á ferðaþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2. janúar 2022 20:14 „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. 24. desember 2021 11:34 63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 30. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2. janúar 2022 20:14
„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. 24. desember 2021 11:34
63 greind smit tengd hópsýkingunni á Hótel Rangá í sumar Hópsýking kom upp á Hótel Rangá í ágúst í sumar. Tugir einstaklinga smituðust og þurfti ríkisstjórnin meðal annars að fara í skimun vegna sýkingarinnar. 30. nóvember 2020 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent