Slær á fingur Costco vegna tilhögunar á endurnýjun aðildar viðskiptavina Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 11:06 Neytendastofa taldi tilhögunina villandi, ósanngjarna í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Vísir/Hanna Neytendastofa hefur slegið á fingur Costco á Íslandi vegna tilhögunar og kynningar á endurnýjun viðskiptaaðildar hjá versluninni. Er hún talin villandi, ósanngjörn í garð neytenda og til þess fallin að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra. Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst um að þegar viðskiptavinur endurnýi aðild sína hjá Costco þá miði upphaf nýrrar aðildar við þann tíma sem fyrri aðild rann út en ekki daginn sem aðild er endurnýjuð. Í öllu kynningarefni komi hins vegar fram að aðild sé tólf mánuðir en samkvæmt þessu geti endurnýjuð aðild verið styttri. „Í skilmálum Costco um endurnýjun aðildar kemur fram að endurnýjun sé fyrir 12 mánaða tímabil miðað við upphaflega skráningu, aðild sem sé endurnýjuð innan tveggja mánaða frá því að núverandi aðild rann út, verði endurnýjuð í 12 mánuði frá því að gildistíminn rann út en að aðild sem sé endurnýjuð tveimur mánuðum eða seinna, eftir að hún rennur út, verði framlengd um 12 mánuði frá dagsetningu endurnýjunar. Taldi Neytendastofa kynningu félagsins á endurnýjun aðildar villandi, ósanngjarna í garð neytenda og til þess fallna að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Hinn almenni neytandi muni ekki gera sér grein fyrir umræddum fyrirvörum á gildistíma enda alla jafna talað um árlegt aðildargjald og 12 mánaða gildistíma og ekki gerð grein fyrir þessum skilmála í kynningarefni aðildarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendastofa telur rétt með vísan til laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins að banna Costco að viðhafa slíka viðskiptahætti. Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér. Neytendur Verslun Costco Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst um að þegar viðskiptavinur endurnýi aðild sína hjá Costco þá miði upphaf nýrrar aðildar við þann tíma sem fyrri aðild rann út en ekki daginn sem aðild er endurnýjuð. Í öllu kynningarefni komi hins vegar fram að aðild sé tólf mánuðir en samkvæmt þessu geti endurnýjuð aðild verið styttri. „Í skilmálum Costco um endurnýjun aðildar kemur fram að endurnýjun sé fyrir 12 mánaða tímabil miðað við upphaflega skráningu, aðild sem sé endurnýjuð innan tveggja mánaða frá því að núverandi aðild rann út, verði endurnýjuð í 12 mánuði frá því að gildistíminn rann út en að aðild sem sé endurnýjuð tveimur mánuðum eða seinna, eftir að hún rennur út, verði framlengd um 12 mánuði frá dagsetningu endurnýjunar. Taldi Neytendastofa kynningu félagsins á endurnýjun aðildar villandi, ósanngjarna í garð neytenda og til þess fallna að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda. Hinn almenni neytandi muni ekki gera sér grein fyrir umræddum fyrirvörum á gildistíma enda alla jafna talað um árlegt aðildargjald og 12 mánaða gildistíma og ekki gerð grein fyrir þessum skilmála í kynningarefni aðildarinnar,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendastofa telur rétt með vísan til laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins að banna Costco að viðhafa slíka viðskiptahætti. Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.
Neytendur Verslun Costco Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira