United hefur ekki tapað seinasta leik ársins í tíu ár í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. desember 2021 08:01 David de Gea lék í 3-2 tapinu gegn Blackburn á gamlársdag fyrir tíu árum, en hann stóð einnig vaktina í rammanum í gær. Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United vann öruggan 3-1 sigur gegn Burnley í gærkvöldi í lokaleik liðsins á árinu 2021. Liðið hefur því ekki tapað lokaleik sínum á árinu í tíu ár. Scott McTominay kom United yfir strax á áttundu mínútu með hnitmiðuðu skoti áður en Ben Mee tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Cristiano Ronaldo kom United í 3-0 á 35. mínútu, en Aaron Lennon minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar og þar við sat. Manchester United hefur því ekki tapað í lokaleik ársins seinustu tíu ár, eða síðan liðið tapaði 3-2 á heimavelli gegn Blackburn á gamlársdag árið 2011. Síðan þá hefur liðið unnið sjö og gert þrjú jafntefli. Þá var það Yakubu sem kom gestunum yfir úr vítasspyrnu á 16. mínútu, en hann tvöfaldaði forskot Blackburn svo á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir tvö mörk frá Dimitar Berbatov, en það var svo Grant Hanley sem tryggði Blackburn 3-2 sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Einn leikmaður United lék bæði í gærkvöldi og í tapleiknum fyrir tíu árum, en það var markvörðurinn David de Gea. Það var tölfræðisíðan OptaJoe sem birti þessar upplýsingar fyrir leik gærkvöldsins, en hana má sjá hér fyrir neðan. 9 - Manchester United are unbeaten in their final league game in each of the last nine calendar years (W6 D3) since a 3-2 loss against Blackburn Rovers at Old Trafford in 2011. Memories. pic.twitter.com/yyY8HwICmG— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Scott McTominay kom United yfir strax á áttundu mínútu með hnitmiðuðu skoti áður en Ben Mee tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Cristiano Ronaldo kom United í 3-0 á 35. mínútu, en Aaron Lennon minnkaði muninn fyrir gestina þremur mínútum síðar og þar við sat. Manchester United hefur því ekki tapað í lokaleik ársins seinustu tíu ár, eða síðan liðið tapaði 3-2 á heimavelli gegn Blackburn á gamlársdag árið 2011. Síðan þá hefur liðið unnið sjö og gert þrjú jafntefli. Þá var það Yakubu sem kom gestunum yfir úr vítasspyrnu á 16. mínútu, en hann tvöfaldaði forskot Blackburn svo á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn eftir tvö mörk frá Dimitar Berbatov, en það var svo Grant Hanley sem tryggði Blackburn 3-2 sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Einn leikmaður United lék bæði í gærkvöldi og í tapleiknum fyrir tíu árum, en það var markvörðurinn David de Gea. Það var tölfræðisíðan OptaJoe sem birti þessar upplýsingar fyrir leik gærkvöldsins, en hana má sjá hér fyrir neðan. 9 - Manchester United are unbeaten in their final league game in each of the last nine calendar years (W6 D3) since a 3-2 loss against Blackburn Rovers at Old Trafford in 2011. Memories. pic.twitter.com/yyY8HwICmG— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Ótrúlegur sigur Blackburn á Old Trafford Sir Alex Ferguson fékk heldur lélega afmælisgjöf á sjötugsafmæli sínu þar sem hans menn í Manchester United töpuðu fyrir botnliði Blackburn, 3-2, á heimavelli sínum. 31. desember 2011 00:01