Horft til framtíðar um áramót Jón Björn Hákonarson skrifar 31. desember 2021 09:01 Nú við áramót, þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári. Framundan er að venju viðburðaríkt ár en verkefni sveitarfélagins á hinum ýmsu sviðum eru mörg. Hér á eftir ætla ég að horfa aðeins til framtíðar og fara i stuttu máli yfir helstu verkefni ársins sem framundan er. Það er ástæða til bjartsýni, okkar kraftmikla samfélag er byggt á traustum grunni og því enginn ástæða til annars en að horfa björtum augum á verkefni ársins. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggð – byggt á traustum grunni Nú í lok nóvember var fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2023 – 2025 samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Það er alltaf ákveðinn áfangi þegar vinnu við fjárhagsáætlun lýkur enda liggur á bak við hana mikil vinna, bæði frá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Og það er ánægjulegt að sjá að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins til framtíðar litið. Góð samstaða var meðal allra flokka í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um áætlunina og var hún samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 28. nóvember. Það er afar mikilvægt að góð samstaða ríki meðal bæjarfulltrúa um jafn stórt mál og fjárhagsáætlun er og gefur það henni aukið vægi að allir flokkar standi að henni. Auknar tekjur kalla á öflugt utanumhald í rekstri Með tilkomu loðnuveiða veturinn 2021 og síðan aukins loðnukvóta sem gefin var út á haustmánuðum 2021 er ljóst að tekjur sveitarfélagsins munu aukast bæði í bæjarsjóði og hafnarsjóði. Þrátt fyrir að þessi aukning í loðnuveiðum fylli samfélagið allt bjartsýni þá er það mat sveitarfélagsins að tekjuspá þessi sé eigi að síður varfærin. Gert er ráð fyrir að staðgreiðslutekjur vaxi um 12% frá árinu 2021 og tekjur hafnarsjóðs um 28%. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast næsta ári, er mikilvægt að missa ekki sjónar af því markmiði að utanumhald í rekstri sveitarfélagsins sé gott. Mikið hefur verið rýnt í rekstur þess á því ári sem nú er að renna skeið sitt á enda líkt og liðin ár til að greina hvert hann stefnir og hvernig sem best sé að hlutum staðið. Ljóst er launakostnaður fer hækkandi með styttingu vinnuvikunnar en metnaður bæjarstjórnar er til þess að þjónustustig sveitarfélagsins sé óbreytt og hefur því verið mætt í áætlun komandi árs. Vel þarf að halda utan um mannauð sveitarfélagsins og hefur bæjarstjórn markað sér stefnu í þeim málum sem komin er til framkvæmda. Sérstök áhersla er nú lögð á starfsmannamál með hliðsjón af líðan starfsmanna á vinnustað og fyrirbyggjandi aðgerðum sem hægt er að grípa inn í til að varna fjarvistum. Er það von okkar að ráðstafanir þessar skili sér í betri líðan og starfsánægju starfsmanna sem er meginatriði okkar sem vinnuveitanda og til framtíðar skili fjárhagslegum ávinningi einnig. Þá verður einnig lögð áhersla á innkaupamál sveitarfélagsins á komandi ári og horft til þess að skoða kaup á þjónustu og vörum með það fyrir augum að auka kostnaðarvitund stjórnenda og starfsmanna auk þess að tryggja betur að sveitarfélagið njóti ávallt sem hagstæðustu kjara. Áherslur sem þessar eru mjög mikilvægar með hliðsjón af fjárhag sveitarfélagsins til framtíðar litið enda eru þessir málaflokkar stórir í því tilliti. Þá er mikilvægt að nálgast þá með langtímahagsmuni að leiðarljósi frekar en ráðast í stórtækan skammtímaniðurskurð sem til framtíðar skilar ekki árangri í rekstri. Fjárfest til framtíðar Þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi staðið í miklum fjárfestingum síðustu ár og hyggi á áframhald í þeim efnum þá er ekki gert ráð fyrir lántökum í áætlun ársins 2022. Það er afar mikilvægt markmið til framtíðar litið að stilla fjárfestingar í takt við rekstur þess á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar í A- og B- hluta verði samtals um 900 milljónir króna. Fjárfestingar í íþróttamannvirkjum og skólamannvirkjum eru þar að venju fyrirferðamikilar, en einnig önnur verkefni. Meðal helstu verkefna sem framundan eru má nefna að lokið verður við byggingu nýs íþrótthúss á Reyðarfirði. Þá verður haldið áfram með endurbætur á Félagslundi sem verður samvinnuhús fyrir félagsmiðstöð og sal leikskóla í takt við þá stefnumörkun bæjarstjórnar að nýta húsnæði sveitarfélagsins sem best. Þá verður farið í fyrsta áfanga að endurbótum á lóð Nesskóla sem beðið hefur lengi ásamt ýmsum öðrum verkefnum vítt og breitt um sveitarfélagið. Fyrirhuguð stækkun á leikskólanum Dalborg á Eskifirði er á dagskrá. Verkið var boðið út nú á haustdögum 2021, en það voru mikil vonbrigði að engin tilboð bárust þá í verkið sem sýnir vel þá miklu þenslu sem er nú í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að mikil umsvif samfélagsins séu gleðiefni þá setur það sveitarfélaginu skorður í uppbyggingu innviða sinna. Farið verður í annað útboð í byrjun nýs árs sem vonandi leiðir til að viðunandi tilboð komi í verkið Aðalfjárfesting Fjarðabyggðarhafna 2022 verður áframhaldandi vinna við höfninni á Eskifirði þar sem stefnt er að því að ljúka bryggjunni við fiskiðjuver og frystigeymslu Eskju. Fjölskyldur í fyrirrúmi Eins og verið hefur undanfarin ár leggur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins áfram áherslu á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð. Fæðisgjaldskrá grunnskóla og gjaldskrá leik- og tónlistarskóla standast vel samanburð við önnur sveitarfélög með systkinaafslætti , sem og afsláttarkjörum milli frístundaheimila og leikskóla. Systkinaafsláttur leikskólagjalda ásamt tónlistarskólagjöldum er með því hagstæðasta sem gerist á landinu. Þá eru skólamáltíðir í Fjarðabyggð orðnar gjaldfrjálsar frá og með haustinu 2021. Á árinu 2022 verður stigið fyrsta skrefið við innleiðingu á íþrótta- og tómstundastyrkjum handa börnum og ungmennum í Fjarðabyggð. Greiddur verður 10 þúsund króna styrkur á hvert barn sem innheimtur verður í gegnum viðkomandi félag. Er það von okkar að þetta verði til að styrkja þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi um leið og félögin sjálf. Innleiðing Spretts, sem er þverfaglegt teymi sérfræðinga, er kominn vel á veg. Þar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun með það að markmiði að bæta utanumhald þeirra sem þurfa á stuðningi að halda sem stuðlar að betri lífsgæðum og lækkun kostnaðar til framtíðar litið. Með verkefninu er nú samþætt starfsemi skólaþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, skólanna í Fjarðabyggð og félagsþjónustu. Á haustdögum 2021 var hleypt af stokkunum nýju kerfi almenningssamganga í Fjarðabyggð sem tengir sveitarfélagið frá Breiðdal til Norðfjarðar með reglulegum ferðum og með tengingu við ferju til Mjóafjarðar. Er þetta mjög mikilvægt skref til að auðvelda íbúum að sækja hvort sem er atvinnu, íþróttir, menningu og félagslíf eða nám þvert á sveitarfélagið. Öll þessi verkefni sýna að velferð fjölskyldna er í fyrrirúmi í öllum áætlunum sveitarfélagsins og hér eftir sem hingað til mun áhersla verða lögð á að þjónusta við fjölskyldufólk í Fjarðabyggð verði framúrskarandi. Framtíðin er björt! Sýnt er að sterkir innviðir sveitarfélagsins vekja áhuga fjárfesta. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um viljayfirlýsingar sem sveitarfélagið gerði við Landsvirkjun og Copenhagen Infrastruktur Partner, ásamt fleiri hugsanlegum samstarfsaðilum, um uppbyggingu græns orkugarðs þar sem höfuðáhersla verður á framleiðslu rafeldsneytis ásamt öðrum spennandi grænum fjárfestingarverkefnum. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt verkefni sem renna mun enn frekar stoðum undir uppbyggingu í sveitarfélaginu um leið og þetta er mikilvægt umhverfismál með orkuskipti samfélagsins og baráttuna við loftslagsvána í huga. Mun sveitarfélagið leggja mikla áherslu á þróun þessa verkefnis á árinu 2022 enda er það markmið okkar að Fjarðabyggð verði miðstöð fyrir framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi. Allt þetta sýnir, að mínu mati, sterka stöðu Fjarðabyggðar til framtíðar litið sem við getum verið stolt af og höldum því til fundar við nýtt ár með bjartsýni að leiðarljósi. Ég vill nota tækifærið og óska íbúum Fjarðabyggðar, sem og landsmönnum öllum, gleðilegs og farsæls nýs árs með þökk fyrir það sem er að renna sitt skeið á enda. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú við áramót, þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári. Framundan er að venju viðburðaríkt ár en verkefni sveitarfélagins á hinum ýmsu sviðum eru mörg. Hér á eftir ætla ég að horfa aðeins til framtíðar og fara i stuttu máli yfir helstu verkefni ársins sem framundan er. Það er ástæða til bjartsýni, okkar kraftmikla samfélag er byggt á traustum grunni og því enginn ástæða til annars en að horfa björtum augum á verkefni ársins. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggð – byggt á traustum grunni Nú í lok nóvember var fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun 2023 – 2025 samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Það er alltaf ákveðinn áfangi þegar vinnu við fjárhagsáætlun lýkur enda liggur á bak við hana mikil vinna, bæði frá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum. Og það er ánægjulegt að sjá að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins til framtíðar litið. Góð samstaða var meðal allra flokka í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um áætlunina og var hún samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 28. nóvember. Það er afar mikilvægt að góð samstaða ríki meðal bæjarfulltrúa um jafn stórt mál og fjárhagsáætlun er og gefur það henni aukið vægi að allir flokkar standi að henni. Auknar tekjur kalla á öflugt utanumhald í rekstri Með tilkomu loðnuveiða veturinn 2021 og síðan aukins loðnukvóta sem gefin var út á haustmánuðum 2021 er ljóst að tekjur sveitarfélagsins munu aukast bæði í bæjarsjóði og hafnarsjóði. Þrátt fyrir að þessi aukning í loðnuveiðum fylli samfélagið allt bjartsýni þá er það mat sveitarfélagsins að tekjuspá þessi sé eigi að síður varfærin. Gert er ráð fyrir að staðgreiðslutekjur vaxi um 12% frá árinu 2021 og tekjur hafnarsjóðs um 28%. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast næsta ári, er mikilvægt að missa ekki sjónar af því markmiði að utanumhald í rekstri sveitarfélagsins sé gott. Mikið hefur verið rýnt í rekstur þess á því ári sem nú er að renna skeið sitt á enda líkt og liðin ár til að greina hvert hann stefnir og hvernig sem best sé að hlutum staðið. Ljóst er launakostnaður fer hækkandi með styttingu vinnuvikunnar en metnaður bæjarstjórnar er til þess að þjónustustig sveitarfélagsins sé óbreytt og hefur því verið mætt í áætlun komandi árs. Vel þarf að halda utan um mannauð sveitarfélagsins og hefur bæjarstjórn markað sér stefnu í þeim málum sem komin er til framkvæmda. Sérstök áhersla er nú lögð á starfsmannamál með hliðsjón af líðan starfsmanna á vinnustað og fyrirbyggjandi aðgerðum sem hægt er að grípa inn í til að varna fjarvistum. Er það von okkar að ráðstafanir þessar skili sér í betri líðan og starfsánægju starfsmanna sem er meginatriði okkar sem vinnuveitanda og til framtíðar skili fjárhagslegum ávinningi einnig. Þá verður einnig lögð áhersla á innkaupamál sveitarfélagsins á komandi ári og horft til þess að skoða kaup á þjónustu og vörum með það fyrir augum að auka kostnaðarvitund stjórnenda og starfsmanna auk þess að tryggja betur að sveitarfélagið njóti ávallt sem hagstæðustu kjara. Áherslur sem þessar eru mjög mikilvægar með hliðsjón af fjárhag sveitarfélagsins til framtíðar litið enda eru þessir málaflokkar stórir í því tilliti. Þá er mikilvægt að nálgast þá með langtímahagsmuni að leiðarljósi frekar en ráðast í stórtækan skammtímaniðurskurð sem til framtíðar skilar ekki árangri í rekstri. Fjárfest til framtíðar Þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi staðið í miklum fjárfestingum síðustu ár og hyggi á áframhald í þeim efnum þá er ekki gert ráð fyrir lántökum í áætlun ársins 2022. Það er afar mikilvægt markmið til framtíðar litið að stilla fjárfestingar í takt við rekstur þess á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar í A- og B- hluta verði samtals um 900 milljónir króna. Fjárfestingar í íþróttamannvirkjum og skólamannvirkjum eru þar að venju fyrirferðamikilar, en einnig önnur verkefni. Meðal helstu verkefna sem framundan eru má nefna að lokið verður við byggingu nýs íþrótthúss á Reyðarfirði. Þá verður haldið áfram með endurbætur á Félagslundi sem verður samvinnuhús fyrir félagsmiðstöð og sal leikskóla í takt við þá stefnumörkun bæjarstjórnar að nýta húsnæði sveitarfélagsins sem best. Þá verður farið í fyrsta áfanga að endurbótum á lóð Nesskóla sem beðið hefur lengi ásamt ýmsum öðrum verkefnum vítt og breitt um sveitarfélagið. Fyrirhuguð stækkun á leikskólanum Dalborg á Eskifirði er á dagskrá. Verkið var boðið út nú á haustdögum 2021, en það voru mikil vonbrigði að engin tilboð bárust þá í verkið sem sýnir vel þá miklu þenslu sem er nú í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að mikil umsvif samfélagsins séu gleðiefni þá setur það sveitarfélaginu skorður í uppbyggingu innviða sinna. Farið verður í annað útboð í byrjun nýs árs sem vonandi leiðir til að viðunandi tilboð komi í verkið Aðalfjárfesting Fjarðabyggðarhafna 2022 verður áframhaldandi vinna við höfninni á Eskifirði þar sem stefnt er að því að ljúka bryggjunni við fiskiðjuver og frystigeymslu Eskju. Fjölskyldur í fyrirrúmi Eins og verið hefur undanfarin ár leggur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins áfram áherslu á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð. Fæðisgjaldskrá grunnskóla og gjaldskrá leik- og tónlistarskóla standast vel samanburð við önnur sveitarfélög með systkinaafslætti , sem og afsláttarkjörum milli frístundaheimila og leikskóla. Systkinaafsláttur leikskólagjalda ásamt tónlistarskólagjöldum er með því hagstæðasta sem gerist á landinu. Þá eru skólamáltíðir í Fjarðabyggð orðnar gjaldfrjálsar frá og með haustinu 2021. Á árinu 2022 verður stigið fyrsta skrefið við innleiðingu á íþrótta- og tómstundastyrkjum handa börnum og ungmennum í Fjarðabyggð. Greiddur verður 10 þúsund króna styrkur á hvert barn sem innheimtur verður í gegnum viðkomandi félag. Er það von okkar að þetta verði til að styrkja þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi um leið og félögin sjálf. Innleiðing Spretts, sem er þverfaglegt teymi sérfræðinga, er kominn vel á veg. Þar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun með það að markmiði að bæta utanumhald þeirra sem þurfa á stuðningi að halda sem stuðlar að betri lífsgæðum og lækkun kostnaðar til framtíðar litið. Með verkefninu er nú samþætt starfsemi skólaþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, skólanna í Fjarðabyggð og félagsþjónustu. Á haustdögum 2021 var hleypt af stokkunum nýju kerfi almenningssamganga í Fjarðabyggð sem tengir sveitarfélagið frá Breiðdal til Norðfjarðar með reglulegum ferðum og með tengingu við ferju til Mjóafjarðar. Er þetta mjög mikilvægt skref til að auðvelda íbúum að sækja hvort sem er atvinnu, íþróttir, menningu og félagslíf eða nám þvert á sveitarfélagið. Öll þessi verkefni sýna að velferð fjölskyldna er í fyrrirúmi í öllum áætlunum sveitarfélagsins og hér eftir sem hingað til mun áhersla verða lögð á að þjónusta við fjölskyldufólk í Fjarðabyggð verði framúrskarandi. Framtíðin er björt! Sýnt er að sterkir innviðir sveitarfélagsins vekja áhuga fjárfesta. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um viljayfirlýsingar sem sveitarfélagið gerði við Landsvirkjun og Copenhagen Infrastruktur Partner, ásamt fleiri hugsanlegum samstarfsaðilum, um uppbyggingu græns orkugarðs þar sem höfuðáhersla verður á framleiðslu rafeldsneytis ásamt öðrum spennandi grænum fjárfestingarverkefnum. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt verkefni sem renna mun enn frekar stoðum undir uppbyggingu í sveitarfélaginu um leið og þetta er mikilvægt umhverfismál með orkuskipti samfélagsins og baráttuna við loftslagsvána í huga. Mun sveitarfélagið leggja mikla áherslu á þróun þessa verkefnis á árinu 2022 enda er það markmið okkar að Fjarðabyggð verði miðstöð fyrir framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi. Allt þetta sýnir, að mínu mati, sterka stöðu Fjarðabyggðar til framtíðar litið sem við getum verið stolt af og höldum því til fundar við nýtt ár með bjartsýni að leiðarljósi. Ég vill nota tækifærið og óska íbúum Fjarðabyggðar, sem og landsmönnum öllum, gleðilegs og farsæls nýs árs með þökk fyrir það sem er að renna sitt skeið á enda. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun