Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. desember 2021 11:27 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira