Fimleikakona aldrei verið ofar í kjörinu en Kolbrún Þöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 12:30 Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins. mummi lú Aldrei hefur fimleikakona, eða fimleikamaður, verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún Þöll Þorradóttir. Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM. Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Kolbrún varð í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 sem var lýst í gær. Hún fékk 387 stig í kjörinu, 58 stigum minna en handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon. Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum fyrr í þessum mánuði. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn. Þá varð Kolbrún Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sem fyrr sagði hefur einstaklingur úr fimleikum aldrei verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún. Tvisvar hefur fimleikafólk verið í 3. sæti í kjörinu; Rúnar Alexandersson 2004 og Íris Mist Magnúsdóttir 2010. Fjórtán sinnum hefur fimleikafólk verið á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins síðan byrjað var að veita verðlaunin 1956. Kristín Gísladóttir var sú fyrsta en hún hafnaði í 9. sæti í kjörinu 1983. Fjóla Ólafsdóttir varð svo í 4. sæti 1988. Íris Mist Magnúsdóttir var í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2010.fimleikasamband íslands Rúnar komst fimm sinnum á topp tíu listann; 1998 (7. sæti), 1999 (6. sæti), 2000 (8. sæti), 2002 (7. sæti) og 2004 (3. sæti). Valgarð Reinhardsson varð svo í 9. sæti í kjörinu 2018. Elva Rut Jónsdóttir varð í 10. sæti 1999, Sif Pálsdóttir í því níunda 2006 og sjöunda 2014 og Íris Mist varð þriðja 2010 og níunda 2012. Hún var í stóru hlutverki í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012. Kolbrún tók við verðlaununum fyrir lið ársins fyrir hönd kvennaliðs Íslands í hópfimleikum.mummi lú Ísland hafði ekki unnið gull í kvennaflokki á EM síðan 2012 þar til Kolbrún og stöllur hennar bundu endi á eyðimerkurgönguna í ár. Ísland hafði endað í 2. sæti á eftir Svíþjóð á þremur Evrópumótum í röð. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 líkt og 2012 þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn. Samherji Kolbrúnar í kvennaliðinu, Ásta Kristinsdóttir, varð í 14. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins með 31 stig. Helgi Laxdal Aðalgeirsson, úr karlaliðinu sem vann silfur á EM, varð í 16. sæti með 24 stig. Þau voru bæði valin í úrvalslið EM.
Fimleikar Íþróttamaður ársins Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira