Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 08:52 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Epa. Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13.
Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07
Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent