Ertu nokkuð að gleyma þér? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. desember 2021 08:00 Senn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum. Langt er liðið á jólahátíðina en við eigum þó enn svolítið inni og um að gera að njóta þess. Dæmin sanna hins vegar að allur er varinn góður þegar leika skal með ljós og eld. Reykskynjarar og slökkvitæki sanna gildi sitt Skömmu fyrir jól vaknaði ung fjölskylda á Selfossi upp um miðja nótt við það að reykskynjari fór í gang. Kviknað hafði í, líklega út frá sprittkerti og mátti litlu muna að illa hefði farið. Sprittkertið var staðsett í veggkertastjaka eins og eru svo vinsælir víða um þessar mundir. Einhverjar skemmdir urðu á innanstokksmunum en fyrir mestu var að allir komust heilir frá þessu og heimilisfólki tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en hann barst í sjálft húsið. Lögregla og slökkvilið mættu svo til að reykhreinsa húsið og sérhæft þrifateymi frá tryggingafélagi fjölskyldunnar kom svo í kjölfarið. Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan var afar þakklátt fyrir að ekki fór verr þótt vissulega hafi þessi uppákoma sett strik í reikninginn skömmu fyrir jól. Húsmóðirin skrifaði pistil á samfélagsmiðla þar sem hún biðlaði til allra að hafa reykskynjara og slökkvitæki til taks á sínu heimili. Á annan í jólum bárust aftur fréttir af eldi í íbúðarhúsi sem kviknaði í út frá kertaskreytingu á borði og var þar um þó nokkrar reykskemmdir að ræða. Engan sakaði en þegar rætt var við fulltrúa slökkviliðsstjóra á svæðinu sagði hann: „Það er það sem gerist, fólk gleymir að slökkva.“ Það ætlar enginn að gleyma sér en slíkt gerist þó. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar. Förum varlega um áramótin Forvarnir um áramót eru einnig nauðsynlegar. Mikilvægt er að fara varlega um áramótin með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar flugeldum er skotið upp. Þannig getum við komið í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys. Flugeldagleraugu eru einföld leið til að vernda augun og þess vegna hvetjum við alla til að nota þau um áramótin, hvort sem þú ætlar að skjóta upp flugeldum eða horfa á. Hægt er að nálgast flugeldagleraugu á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og í útibúum Sjóvár um land allt. Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda en Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá standa saman að Öryggisakademíunni. Hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum tengdum flugeldum til allra aldurshópa. Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa einnig tekið saman helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar skjóta á upp flugeldum og er þau að finna á sjova.is. Þar er meðal annars rætt um að geyma skuli flugelda á öruggum stað, hafa slétt og stöðugt undirlag undir flugeldum, gæta þess að skotstaðurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki, húsi og bílum, nota hanska til að vernda hendur, kveikja í með útréttan handlegg, aldrei megi halla sér yfir flugelda og að hafa þurfi sérstakar gætur á börnum og dýrum. Halda þarf dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingum og eru örugg. Einnig er vert að muna að neysla áfengis og meðferð flugelda fara ekki saman. Höldum heil af stað Við viljum öll fara vel af stað inn í nýja árið og njóta samverunnar með okkar nánustu. Til að auka líkurnar á að svo megi verða er mikilvægt að huga að forvörnum í tíma en líkt og máltækið segir er kapp best með forsjá. Höfum því hyggjuvitið með í för svo við getum notið stundarinnar. Gleðilega hátíð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Áramót Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum. Langt er liðið á jólahátíðina en við eigum þó enn svolítið inni og um að gera að njóta þess. Dæmin sanna hins vegar að allur er varinn góður þegar leika skal með ljós og eld. Reykskynjarar og slökkvitæki sanna gildi sitt Skömmu fyrir jól vaknaði ung fjölskylda á Selfossi upp um miðja nótt við það að reykskynjari fór í gang. Kviknað hafði í, líklega út frá sprittkerti og mátti litlu muna að illa hefði farið. Sprittkertið var staðsett í veggkertastjaka eins og eru svo vinsælir víða um þessar mundir. Einhverjar skemmdir urðu á innanstokksmunum en fyrir mestu var að allir komust heilir frá þessu og heimilisfólki tókst að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en hann barst í sjálft húsið. Lögregla og slökkvilið mættu svo til að reykhreinsa húsið og sérhæft þrifateymi frá tryggingafélagi fjölskyldunnar kom svo í kjölfarið. Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan var afar þakklátt fyrir að ekki fór verr þótt vissulega hafi þessi uppákoma sett strik í reikninginn skömmu fyrir jól. Húsmóðirin skrifaði pistil á samfélagsmiðla þar sem hún biðlaði til allra að hafa reykskynjara og slökkvitæki til taks á sínu heimili. Á annan í jólum bárust aftur fréttir af eldi í íbúðarhúsi sem kviknaði í út frá kertaskreytingu á borði og var þar um þó nokkrar reykskemmdir að ræða. Engan sakaði en þegar rætt var við fulltrúa slökkviliðsstjóra á svæðinu sagði hann: „Það er það sem gerist, fólk gleymir að slökkva.“ Það ætlar enginn að gleyma sér en slíkt gerist þó. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar. Förum varlega um áramótin Forvarnir um áramót eru einnig nauðsynlegar. Mikilvægt er að fara varlega um áramótin með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar flugeldum er skotið upp. Þannig getum við komið í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys. Flugeldagleraugu eru einföld leið til að vernda augun og þess vegna hvetjum við alla til að nota þau um áramótin, hvort sem þú ætlar að skjóta upp flugeldum eða horfa á. Hægt er að nálgast flugeldagleraugu á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og í útibúum Sjóvár um land allt. Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda en Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá standa saman að Öryggisakademíunni. Hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum tengdum flugeldum til allra aldurshópa. Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa einnig tekið saman helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar skjóta á upp flugeldum og er þau að finna á sjova.is. Þar er meðal annars rætt um að geyma skuli flugelda á öruggum stað, hafa slétt og stöðugt undirlag undir flugeldum, gæta þess að skotstaðurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki, húsi og bílum, nota hanska til að vernda hendur, kveikja í með útréttan handlegg, aldrei megi halla sér yfir flugelda og að hafa þurfi sérstakar gætur á börnum og dýrum. Halda þarf dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingum og eru örugg. Einnig er vert að muna að neysla áfengis og meðferð flugelda fara ekki saman. Höldum heil af stað Við viljum öll fara vel af stað inn í nýja árið og njóta samverunnar með okkar nánustu. Til að auka líkurnar á að svo megi verða er mikilvægt að huga að forvörnum í tíma en líkt og máltækið segir er kapp best með forsjá. Höfum því hyggjuvitið með í för svo við getum notið stundarinnar. Gleðilega hátíð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar