Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 11:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira