Sport

Green Bay Packers sluppu með skrekkinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lið Green Bay Packers vann nauman sigur í nótt.
Lið Green Bay Packers vann nauman sigur í nótt. Stacy Revere/Getty Images

Lið Green Bay Packers slapp með skrekkinn er liðið mætti Cleveland Browns í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Eftir að hafa verið 24-12 undir í seinni hálfleik var lið Browns hársbreidd frá því að stela sigrinum, en lokatölur urðu 24-22.

Sóknarleikur Green Bay gekk ekki sem skildi í síðari hálfleik og gestirnir frá Cleveland fengu því tækifæri til að saxa á forskot heimamanna.

Aaron Rodgers og félagar hans í Grenn Bay liðinu geta þakkað vörninni fyrir sigurinn, en Baker Mayfield, leikstjórnandi Browns, var tekinn niður fimm sinnum og fjórum sinnum komst vörn Green Bay inn í sendingar hans.

Rodgers náði hins vegar merkilegum áfanga í nótt þegar hann kastaði þremur sendingum fyrir snertimarki, en hann er nú sá leikmaður í sögu Green Bay Packers sem hefur kastað flestum sendinum fyrir snertimarki. Rodgers hefur nú kastað 445 sendingum fyrir snertimarki, nákvæmlega þremur meira en Brett Favre sem kastaði á sínum tíma 442.

Green Bay Packers situr í efsta sæti NFC-norður deildarinnar með 12 sigra og þrjú töp, en Cleveland Browns eru á botninum í AFC-norður deildinni með sjö sigra og átta töp.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×