James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 15:30 James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum í leiklistaskólanum hans Studio 4. Hann segist hafa talið á sínum tíma að kynferðislegt samband hans við nemendur hafi verið með þeira samþykki. EPA-EFE/JAVIER ETXEZARRETA Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum sínum. Franco hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni af nemendum. Undanfarin fjögur ár hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað Franco um óviðeigandi kynferiðslega hegðun og hefur hann meira að segja verið kærður vegna þess. Í sumar samdi hann að greiða 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 290 milljónir króna, vegna kynferðislegs áreitis í garð nemenda. Leikarinn, sem er 43 ára gamall, hefur nú viðurkennt í The Jess Cagle hlaðvarpinu að hafa sofið hjá nemendum sem hann kenndi leiklist. Hann sagði þá jafnframt að það hafi verið rangt. Hann sagðist þó ekki hafa stofnað leiklistaskólann til þess að lokka konur í kynferðislegum tilgangi. Spoke to James Franco about sexual misconduct allegations, addiction, and lots of other things. Interview airs tomorrow on #TheJessCagleShow (@SIRIUSXM 109 2pET / 11aPT) and goes up on The Jess Cagle Podcast (available everywhere) tomorrow. https://t.co/KdJdzLDj9Z via @YouTube— .@MrJessCagle (@MrJessCagle) December 22, 2021 Sarah Tither-Kaplan and Toni Gaal, sem báðar námu við Studio 4 skóla Francos, sem nú hefur verið leystur upp, hafa sakað Franco um að hafa reynt að skapa þar hjörð ungra kvenna sem hann gæti nýtt sér kynferðislega. Fjöldi kvenna kærði Franco vegna þessa árið 2019 og úr varð hópmálsókn, sem samið var um greiðslu fyrir í sumar. Í stefnu málsins sagði að Franco hafi misnotað aðstöðu sína og boðið konum hlutverk í kvikmyndum hans gegn kynferðislegum greiðum. Þegar ásakanirnar komu fyrst fram þvertók Franco fyrir þær og sagði þær ekki sannar. Í hlaðvarpsþættinum umrædda talar Franco auk þessa um að hann hafi verið í meðferð við kynlífsfíkn síðan 2016 og hann hafi unnið í sjálfum sér eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hafi talið að samband hans við nemendurna væri með allra samþykki, sem greinilega hefði ekki verið. Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51 James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað Franco um óviðeigandi kynferiðslega hegðun og hefur hann meira að segja verið kærður vegna þess. Í sumar samdi hann að greiða 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 290 milljónir króna, vegna kynferðislegs áreitis í garð nemenda. Leikarinn, sem er 43 ára gamall, hefur nú viðurkennt í The Jess Cagle hlaðvarpinu að hafa sofið hjá nemendum sem hann kenndi leiklist. Hann sagði þá jafnframt að það hafi verið rangt. Hann sagðist þó ekki hafa stofnað leiklistaskólann til þess að lokka konur í kynferðislegum tilgangi. Spoke to James Franco about sexual misconduct allegations, addiction, and lots of other things. Interview airs tomorrow on #TheJessCagleShow (@SIRIUSXM 109 2pET / 11aPT) and goes up on The Jess Cagle Podcast (available everywhere) tomorrow. https://t.co/KdJdzLDj9Z via @YouTube— .@MrJessCagle (@MrJessCagle) December 22, 2021 Sarah Tither-Kaplan and Toni Gaal, sem báðar námu við Studio 4 skóla Francos, sem nú hefur verið leystur upp, hafa sakað Franco um að hafa reynt að skapa þar hjörð ungra kvenna sem hann gæti nýtt sér kynferðislega. Fjöldi kvenna kærði Franco vegna þessa árið 2019 og úr varð hópmálsókn, sem samið var um greiðslu fyrir í sumar. Í stefnu málsins sagði að Franco hafi misnotað aðstöðu sína og boðið konum hlutverk í kvikmyndum hans gegn kynferðislegum greiðum. Þegar ásakanirnar komu fyrst fram þvertók Franco fyrir þær og sagði þær ekki sannar. Í hlaðvarpsþættinum umrædda talar Franco auk þessa um að hann hafi verið í meðferð við kynlífsfíkn síðan 2016 og hann hafi unnið í sjálfum sér eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hafi talið að samband hans við nemendurna væri með allra samþykki, sem greinilega hefði ekki verið.
Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51 James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
James Franco gerði dómsátt í áreitnismáli Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök. 22. febrúar 2021 22:51
James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. 10. janúar 2018 18:18