Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 12:07 Heilbrigðisráðherra hefur sætt gagnrýni vegna undanþága sem hann veitti á nýjum samkomutakmörkunum. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira