Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2021 20:13 Reykdal Magnússon, 86 ára göngugarpur á Selfossi. Hluti af ganginum, sem hann gengur á hverjum degi er bak við hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira