Arsenal fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 21:39 Eddie Nketiah skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Getty Arsenal varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins þegar liðið vann öruggan 5-1 sigur gegn C-deildarliði Sunderland. Eddie Nketiah kom Arsenal yfir á 17. mínútu áður en Nicolas Pepe tvöfaldaði forystu Lundúnaliðsins tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cedric Soares. Nathan Broadhead minnkaði muninn fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eddie Nketiah skoraði annað mark sitt, og þriðja mark heimamanna á 49. mínútu og hann fullkomnaði svo þrennu sína eftir tæplega klukkutíma leik. Það var svo varamaðurinn Charlie Patino sem gulltryggði 5-1 sigur Arsenal í uppbótartíma, og liðið er nú komið í undanúrslit enska deildarbikarsins. Í undanúrslitum verður leikið heima og heiman á ný, en sú regla var felld niður í fyrra. Enski boltinn
Arsenal varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins þegar liðið vann öruggan 5-1 sigur gegn C-deildarliði Sunderland. Eddie Nketiah kom Arsenal yfir á 17. mínútu áður en Nicolas Pepe tvöfaldaði forystu Lundúnaliðsins tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cedric Soares. Nathan Broadhead minnkaði muninn fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eddie Nketiah skoraði annað mark sitt, og þriðja mark heimamanna á 49. mínútu og hann fullkomnaði svo þrennu sína eftir tæplega klukkutíma leik. Það var svo varamaðurinn Charlie Patino sem gulltryggði 5-1 sigur Arsenal í uppbótartíma, og liðið er nú komið í undanúrslit enska deildarbikarsins. Í undanúrslitum verður leikið heima og heiman á ný, en sú regla var felld niður í fyrra.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti