Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 07:30 Joel Embiid var frábær í sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics í Boston. AP/Charles Krupa Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira