AirFryer æði hefur gripið þjóðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:31 Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko. stöð2 Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum. Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“ Jól Verslun Neytendur Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“
Jól Verslun Neytendur Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira