Hellisop fullt af ferðamönnum hrundi vikum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 20:36 Myndirnar eru teknar með nokkura vikna millibili en ljóst er að aðstæður voru mjög hættulegar og má sjá tvær djúpar sprungur í ísnum á fyrri myndinni. Clément Coudeyre Jöklaleiðsögumaður segir ferðamenn hér á landi oft hætta sér um of þegar þeir skoði íslenska jökla. Litlu geti um munað þegar komi að öryggi á jöklum enda séu þeir alltaf á hreyfingu. „Allir jöklaleiðsögumenn sjá, í næstum því hvert skipti sem þeir fara, fólk vera að fara sér að voða, þá á eigin vegum. Þá er fólk að fara inn í eitthvað sem er bara rússnesk rúlletta. Svo sér maður alltaf líka fólk vera að fara af stað upp á jökla án þess að vera til þess búið,“ segir Teitur Þorkelsson, fjallaleiðsögumaður. Hellisop sem ferðamenn fóru inn í hrunið vikum síðar Teitur hefur lengi starfað sem leiðsögumaður og skrifaði ítarlega grein um öryggi á jöklum í nýjustu útgáfu tímaritsins Úti. Hann segir jöklana oft hylja vel hve hættulegir þeir séu, og erfitt sé oft að nema hvort aðstæður séu öruggar. Teitur segir að án efa séu íshellar afsprengi loftslagsbreytinga. Jöklar bráðni sífellt hraðar og við það myndist hellarnir, en inni í þeim þurfi að hafa varann á.Teitur Þorkelsson „Allt sem er fyrir ofan þig, getur dottið ofan á þig. Þegar maður horfir á ísinn eins og hann er á þessum myndum, þú þarft ekki að vera mikill verkfræðingur til að átta þig á því að þetta eru stór stykki sem hafa hrunið,“ segir Teitur. Hann vísar þar til ljósmynda sem jöklaleiðsögumaðurinn Clément Coudeyre birti á Facebook-síðu sinni í gær af íshelli hvar ljóst er að stórslys hefði getað orðið. Viðvörunarorð Cléments Clément segir í samtali við fréttastofu að hann sjái ferðamenn sjaldan eina á ferð á jöklum á veturna, þar sem færð sé erfið og nær ómögulegt að ganga á jöklum án góðra mannbrodda. Á sumrin sé þetta þó ekki sjaldgæf sjón. Hann segir að aðsóknina að hellinum, sem sjá má á myndunum sem hann birti, að einhverju leiti skýrast af því að hann hafi verið auglýstur á vefsíðunni safetravel.is síðustu mánuði. Fjallaleiðsögumenn hafi haft miklar áhyggjur af þessu og haft afskipti af fólki í hellinum nær dag hvern. „Síðan þessi hellir varð til í október höfum við leiðsögumennirnir beðið fólk svo til á hverjum degi að koma út úr hellinum,“ segir Clément. Þar telji hann ekki með öll skiptin sem hann hitti fólk gangandi á jöklinum án nokkurs búnaðar. Myndirnar tvær að neðan voru teknar 11. nóvember , þegar hellirinn var fullur af ferðamönnum, og 18. desember, þegar hellisopið var hrunið. „Sem betur fer féll hellirinn saman að nóttu til og enginn var inni í honum á þeim tíma,“ skrifar Clément í færslunni. Hann segir flesta ferðamenn svara aðfinnslum hans á sama veg: „Ég er bara að taka síðustu myndina.“ Clément veltir því upp hvort fólk átti sig nokkuð á því að myndin gæti í raun og veru verið sú síðasta. Hann segir vandamálið ekki bara ferðamenn, sem þekki ekki til öryggismála á jöklum, heldur líka fjallaleiðsögumenn, sem ekki hafi fengið nægilega fræðslu. „Ég sé líka íslenska leiðsögumenn fara með fólk þangað. Svo það eru ekki bara útlendingar sem skilja ekki heldur líka fólk sem þekkir ekki til og gerir heimskulega hluti,“ segir Clément í samtali við fréttastofu. Hér má sjá risavaxna ískristalskrónu hanga niður úr þakglugga íshellis. Ísinn sé þykkur og stöðugur, göngin bogadregin og hvergi sprungu að sjá. Lítil snerting á röngum stað geti þo´fellt hundrað kíló af grýlukertum ofan á mann og ís eða grjót geti hrunið niður um opið.Teitur Þorkelsson „Annars staðar en á Vatnajökli, sem er þjóðgarður og hægt að setja reglur, eru engar reglur um svona. Það eru engar reglur á Sólheimajökli. Ef þú hefur komið hingað veistu að það er svona korters labb að jöklinum frá bílastæðinu. Þannig að maður sér rútubílstjóra koma með heilu hópana og þeir stoppa ekki við viðvörunarskiltin. Ég hef nokkrum sinnum átt orðaskipti við bílstjóra og varað þá við hættunum en þeir hafa oft svarað mér bara með hroka,“ segir Clément. „Þarna er líka mjög gleitt op, sem er aldrei gott. Þú vilt frekar fara í helli sem er eins og rómversk bogagöng, grönn og mjó sem eru mjög stöðug. Þarna er mjög gleitt op og svo sérðu að það er ekki bara ein stór sprunga heldur tvær. Þannig að þó neðra stykkið myndi halda þá gæti efra stykkið brotnað og þá fer allt draslið niður,“ segir Teitur og Clément tekur undir. Hér má sjá viðvörunarskiltið sem sett hefur verið upp við bílastæði Sólheimajökuls.Clément Coudeyre „Þetta vandamál, eins og margt annað, væri hægt að leysa með fræðslu. Og það sama gildir hér og á mörgum stöðum að fólk elst upp í svo sterílu umhverfi, það er allt öruggt í nærumhverfinu og ef það er enginn í kring sem veit betur heldur fólk að það sé í lagi. Þetta er það sama og er í gangi í Reynisfjöru, þrátt fyrir öll viðvörunarskiltin heldur fólk áfram,“ segir Clément. Hann segist ekki viss hvað sé hægt að gera til þess að stemma stigu við vandamálið. „Guði sé lof að ekkert gerðist í þessum helli. Ég hugsaði bókstaflega á hverjum degi að eitthvað gæti gerst og ég var mjög feginn að hellirinn hrundi að nóttu til. Annars hefði eitthvað hræðilegt getað gerst.“ Hér má sjá op á íshelli sem vel gæti fallið saman við minnsta hnjask. Steinar ofan á ísnum geta verið stórhættulegir ef þeir lenda á manni.Teitur Þorkelsson Hann segir líklega þurfa að setja upp fleiri viðvörunarskilti við jökulinn, en engin skilti séu ofan við bílastæðin. „Þegar þú ferð af bílastæðinu veistu ekkert hvað tekur við þér. Annars held ég að þessa áhættuhegðun megi að einhverju leiti rekja til samfélagsmiðla. Fólk vill sjá íshella og ná af því mynd.“ „Fólk vill bara ná þessari einu mynd, sem getur verið stórhættulegt“ Þrátt fyrir að hafa verið fjallaleiðsögumaður í áratugi fór Teitur fyrst á sérstakt námskeið um íshellaferðir og öryggismál þeim tengdum í janúar síðastliðnum. Það var þá sem Félag íslenskra fjallaleiðsögmanna fór að halda sérstök námskeið um öryggismál í íshellaferðum þar sem vinsældir slíkra ferða hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. „Það geta myndast hellar í öllum jöklum en þara er þetta svo ógnvekjandi vegna þess að maður sér fólk labba inn í aðstæðurnar. Maður kallar oft á fólk, sem er í hættulegum aðstæðum, en það vill oft ekki láta til segjast. Það vill bara ná þessari einu mynd, sem getur verið stórhættulegt,“ segir Teitur. Einn rúmmetri af klaka heilt tonn Þar að auki, að sögn Teits, séu aðstæðurnar sérstaklega hættulegar þar sem jökullinn sé alltaf á hreyfingu. Teitur segir ísveggi sem þennan prýðisgóða í klifur. Menn þurfi þó að nota réttan búnað, ísaxir og broddar þurfi að vera vel brýnd til að bíta í vegginn, sem geti haldið meiri þyngd en múrveggur.Teitur Þorkelsson „Maður er aldrei öruggur að fara inn í eitthvað þótt það líti út fyrir að vera stöðugt í augnablikinu. Svo eru endalausar aðrar hættur í kring um jöklana. Það eru kviksyndi og hol ís undir einhverju sem lítur út fyrir að vera öruggur sandbotn,“ segir Teitur. „Það eru oft steinar ofan á ísnum og þegar hann bráðnar þá getur steinn, þó hann sé lítill, sem dettur úr tíu metra hæð drepið þig. Þegar maður fer inn í íshelli þarf maður alltaf að vera með hjálm, sama í hvaða helli. Það eru alls konar mjög einfaldir hlutir sem þú getur gert til að halda öryggi í hávegum. Allt sem er fyrir ofan þig getur komið niður.“ Ísinn sjálfur sé gríðarlega þungur og harður í þokkabót. „Einn rúmmetri af klaka vegur tonn og það er lítið stykki. Það sem þú sérð á þessum myndum eru 20 eða 30 tonn sem liggja bara þarna. Það er enginn að fara að lifa það af. Fólk myndi bara fara í klessu eins og fluga á grilli á bíl að sumri til,“ segir Teitur. „Jöklar eru ekkert grín“ Hann segir fólk oft vanmeta hættuna sem felist í jöklaferðum. „Það varð nú bara banaslys uppi á Sólheimajökli fyrir nokkrum árum, það var sænskur strákur sem fór á keðjumannbroddum upp á jökulinn, sem maður notar bara í hálku inni í bæ. Hann fór langt upp á jökulinn og hann fellur niður í sprungu, var alveg ómeiddur en hann fannst ekki fyrr en hann var dáinn úr kulda held ég,“ segir Teitur. „Banvænt aðdráttarafl einkennir íshella og hér eru hættur við hvert fótmál. Horfið upp: Svona þunn, sprungin og lárétt þakstykki geta hrunið hvenær sem er og þyrma engu sem undir verður. Til beggja hliða bíða grýlukerti, möl og stórir steinar þess að losna og detta niður. Undir fótum okkar er svo þunnt sand- og malarlag sem aftur liggur ofan á næfurþunnri ísskán og undir henni er metra djúp sprunga full af vatni. Hér snýr maður við,“ skrifar Teitur við þessa mynd sem birtist í tímaritinu Úti.Teitur Þorkelsson „Það er ekki langt síðan það var. Fólk ætlar oft að fara bara aðeins upp en það er nóg að fara bara aðeins upp einhvern stíg á jökli, og það er kannski smá grjót og sandur á stígnum á ísnum, og þá finnst fólki eins og það sé allt í lagi. En svo er fólk bara komið í aðstæður þar sem er nóg að taka eitt skref og þá detturðu niður í jökulsprungu. Jöklar eru ekkert grín.“ „Fólk áttar sig ekki á afli náttúrunnar“ Honum sjálfum myndi ekki detta í hug að fara nálægt íshelli eins og þeim sem Clément myndaði í Sólheimajökli. „Allir jöklaleiðsögumenn eru með í maganum við að sjá svona. Mér myndi ekki detta í hug að fara nálægt þessu, hvað þá undir þetta.“ Hann telur fólk ekki átta sig á afli náttúrunnar. „Þetta er eins og í Reynisfjöru líka. Fólk áttar sig ekki á afli náttúrunnar. Og sér eitthvað fallegt og stórt og dregst að því.“ Teitur segir mikilvægt að fólk fari með jöklaleiðsögumönnum inn í íshella.Teitur Þorkelsson Hann hvetur landsmenn til að nýta sér ferðir sem boðið er upp á með leiðsögumönnum, í stað þess að fara einir af stað í óvissuna. „Ég myndi hvetja alla Íslendinga til að fara í íshellaferð vegna þess að þetta er ótrúlega fallegur heimur sem er undir Vatnajökli til dæmis. Þetta er blár ís og alveg súrrealísk upplifun að fara í flottan íshelli. En öruggasta leiðin er alltaf að borga bara þennan 15 þúsund kall, eða hvað þetta kostar, til að fara með jöklaleiðsögumönnum,“ segir Teitur. „Hellar breytast dag frá degi. Ísinn er alltaf á hreyfingu og það sem er öruggt í dag er ekki endilega öruggt á morgun eða hinn,“ segir hann. Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Allir jöklaleiðsögumenn sjá, í næstum því hvert skipti sem þeir fara, fólk vera að fara sér að voða, þá á eigin vegum. Þá er fólk að fara inn í eitthvað sem er bara rússnesk rúlletta. Svo sér maður alltaf líka fólk vera að fara af stað upp á jökla án þess að vera til þess búið,“ segir Teitur Þorkelsson, fjallaleiðsögumaður. Hellisop sem ferðamenn fóru inn í hrunið vikum síðar Teitur hefur lengi starfað sem leiðsögumaður og skrifaði ítarlega grein um öryggi á jöklum í nýjustu útgáfu tímaritsins Úti. Hann segir jöklana oft hylja vel hve hættulegir þeir séu, og erfitt sé oft að nema hvort aðstæður séu öruggar. Teitur segir að án efa séu íshellar afsprengi loftslagsbreytinga. Jöklar bráðni sífellt hraðar og við það myndist hellarnir, en inni í þeim þurfi að hafa varann á.Teitur Þorkelsson „Allt sem er fyrir ofan þig, getur dottið ofan á þig. Þegar maður horfir á ísinn eins og hann er á þessum myndum, þú þarft ekki að vera mikill verkfræðingur til að átta þig á því að þetta eru stór stykki sem hafa hrunið,“ segir Teitur. Hann vísar þar til ljósmynda sem jöklaleiðsögumaðurinn Clément Coudeyre birti á Facebook-síðu sinni í gær af íshelli hvar ljóst er að stórslys hefði getað orðið. Viðvörunarorð Cléments Clément segir í samtali við fréttastofu að hann sjái ferðamenn sjaldan eina á ferð á jöklum á veturna, þar sem færð sé erfið og nær ómögulegt að ganga á jöklum án góðra mannbrodda. Á sumrin sé þetta þó ekki sjaldgæf sjón. Hann segir að aðsóknina að hellinum, sem sjá má á myndunum sem hann birti, að einhverju leiti skýrast af því að hann hafi verið auglýstur á vefsíðunni safetravel.is síðustu mánuði. Fjallaleiðsögumenn hafi haft miklar áhyggjur af þessu og haft afskipti af fólki í hellinum nær dag hvern. „Síðan þessi hellir varð til í október höfum við leiðsögumennirnir beðið fólk svo til á hverjum degi að koma út úr hellinum,“ segir Clément. Þar telji hann ekki með öll skiptin sem hann hitti fólk gangandi á jöklinum án nokkurs búnaðar. Myndirnar tvær að neðan voru teknar 11. nóvember , þegar hellirinn var fullur af ferðamönnum, og 18. desember, þegar hellisopið var hrunið. „Sem betur fer féll hellirinn saman að nóttu til og enginn var inni í honum á þeim tíma,“ skrifar Clément í færslunni. Hann segir flesta ferðamenn svara aðfinnslum hans á sama veg: „Ég er bara að taka síðustu myndina.“ Clément veltir því upp hvort fólk átti sig nokkuð á því að myndin gæti í raun og veru verið sú síðasta. Hann segir vandamálið ekki bara ferðamenn, sem þekki ekki til öryggismála á jöklum, heldur líka fjallaleiðsögumenn, sem ekki hafi fengið nægilega fræðslu. „Ég sé líka íslenska leiðsögumenn fara með fólk þangað. Svo það eru ekki bara útlendingar sem skilja ekki heldur líka fólk sem þekkir ekki til og gerir heimskulega hluti,“ segir Clément í samtali við fréttastofu. Hér má sjá risavaxna ískristalskrónu hanga niður úr þakglugga íshellis. Ísinn sé þykkur og stöðugur, göngin bogadregin og hvergi sprungu að sjá. Lítil snerting á röngum stað geti þo´fellt hundrað kíló af grýlukertum ofan á mann og ís eða grjót geti hrunið niður um opið.Teitur Þorkelsson „Annars staðar en á Vatnajökli, sem er þjóðgarður og hægt að setja reglur, eru engar reglur um svona. Það eru engar reglur á Sólheimajökli. Ef þú hefur komið hingað veistu að það er svona korters labb að jöklinum frá bílastæðinu. Þannig að maður sér rútubílstjóra koma með heilu hópana og þeir stoppa ekki við viðvörunarskiltin. Ég hef nokkrum sinnum átt orðaskipti við bílstjóra og varað þá við hættunum en þeir hafa oft svarað mér bara með hroka,“ segir Clément. „Þarna er líka mjög gleitt op, sem er aldrei gott. Þú vilt frekar fara í helli sem er eins og rómversk bogagöng, grönn og mjó sem eru mjög stöðug. Þarna er mjög gleitt op og svo sérðu að það er ekki bara ein stór sprunga heldur tvær. Þannig að þó neðra stykkið myndi halda þá gæti efra stykkið brotnað og þá fer allt draslið niður,“ segir Teitur og Clément tekur undir. Hér má sjá viðvörunarskiltið sem sett hefur verið upp við bílastæði Sólheimajökuls.Clément Coudeyre „Þetta vandamál, eins og margt annað, væri hægt að leysa með fræðslu. Og það sama gildir hér og á mörgum stöðum að fólk elst upp í svo sterílu umhverfi, það er allt öruggt í nærumhverfinu og ef það er enginn í kring sem veit betur heldur fólk að það sé í lagi. Þetta er það sama og er í gangi í Reynisfjöru, þrátt fyrir öll viðvörunarskiltin heldur fólk áfram,“ segir Clément. Hann segist ekki viss hvað sé hægt að gera til þess að stemma stigu við vandamálið. „Guði sé lof að ekkert gerðist í þessum helli. Ég hugsaði bókstaflega á hverjum degi að eitthvað gæti gerst og ég var mjög feginn að hellirinn hrundi að nóttu til. Annars hefði eitthvað hræðilegt getað gerst.“ Hér má sjá op á íshelli sem vel gæti fallið saman við minnsta hnjask. Steinar ofan á ísnum geta verið stórhættulegir ef þeir lenda á manni.Teitur Þorkelsson Hann segir líklega þurfa að setja upp fleiri viðvörunarskilti við jökulinn, en engin skilti séu ofan við bílastæðin. „Þegar þú ferð af bílastæðinu veistu ekkert hvað tekur við þér. Annars held ég að þessa áhættuhegðun megi að einhverju leiti rekja til samfélagsmiðla. Fólk vill sjá íshella og ná af því mynd.“ „Fólk vill bara ná þessari einu mynd, sem getur verið stórhættulegt“ Þrátt fyrir að hafa verið fjallaleiðsögumaður í áratugi fór Teitur fyrst á sérstakt námskeið um íshellaferðir og öryggismál þeim tengdum í janúar síðastliðnum. Það var þá sem Félag íslenskra fjallaleiðsögmanna fór að halda sérstök námskeið um öryggismál í íshellaferðum þar sem vinsældir slíkra ferða hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. „Það geta myndast hellar í öllum jöklum en þara er þetta svo ógnvekjandi vegna þess að maður sér fólk labba inn í aðstæðurnar. Maður kallar oft á fólk, sem er í hættulegum aðstæðum, en það vill oft ekki láta til segjast. Það vill bara ná þessari einu mynd, sem getur verið stórhættulegt,“ segir Teitur. Einn rúmmetri af klaka heilt tonn Þar að auki, að sögn Teits, séu aðstæðurnar sérstaklega hættulegar þar sem jökullinn sé alltaf á hreyfingu. Teitur segir ísveggi sem þennan prýðisgóða í klifur. Menn þurfi þó að nota réttan búnað, ísaxir og broddar þurfi að vera vel brýnd til að bíta í vegginn, sem geti haldið meiri þyngd en múrveggur.Teitur Þorkelsson „Maður er aldrei öruggur að fara inn í eitthvað þótt það líti út fyrir að vera stöðugt í augnablikinu. Svo eru endalausar aðrar hættur í kring um jöklana. Það eru kviksyndi og hol ís undir einhverju sem lítur út fyrir að vera öruggur sandbotn,“ segir Teitur. „Það eru oft steinar ofan á ísnum og þegar hann bráðnar þá getur steinn, þó hann sé lítill, sem dettur úr tíu metra hæð drepið þig. Þegar maður fer inn í íshelli þarf maður alltaf að vera með hjálm, sama í hvaða helli. Það eru alls konar mjög einfaldir hlutir sem þú getur gert til að halda öryggi í hávegum. Allt sem er fyrir ofan þig getur komið niður.“ Ísinn sjálfur sé gríðarlega þungur og harður í þokkabót. „Einn rúmmetri af klaka vegur tonn og það er lítið stykki. Það sem þú sérð á þessum myndum eru 20 eða 30 tonn sem liggja bara þarna. Það er enginn að fara að lifa það af. Fólk myndi bara fara í klessu eins og fluga á grilli á bíl að sumri til,“ segir Teitur. „Jöklar eru ekkert grín“ Hann segir fólk oft vanmeta hættuna sem felist í jöklaferðum. „Það varð nú bara banaslys uppi á Sólheimajökli fyrir nokkrum árum, það var sænskur strákur sem fór á keðjumannbroddum upp á jökulinn, sem maður notar bara í hálku inni í bæ. Hann fór langt upp á jökulinn og hann fellur niður í sprungu, var alveg ómeiddur en hann fannst ekki fyrr en hann var dáinn úr kulda held ég,“ segir Teitur. „Banvænt aðdráttarafl einkennir íshella og hér eru hættur við hvert fótmál. Horfið upp: Svona þunn, sprungin og lárétt þakstykki geta hrunið hvenær sem er og þyrma engu sem undir verður. Til beggja hliða bíða grýlukerti, möl og stórir steinar þess að losna og detta niður. Undir fótum okkar er svo þunnt sand- og malarlag sem aftur liggur ofan á næfurþunnri ísskán og undir henni er metra djúp sprunga full af vatni. Hér snýr maður við,“ skrifar Teitur við þessa mynd sem birtist í tímaritinu Úti.Teitur Þorkelsson „Það er ekki langt síðan það var. Fólk ætlar oft að fara bara aðeins upp en það er nóg að fara bara aðeins upp einhvern stíg á jökli, og það er kannski smá grjót og sandur á stígnum á ísnum, og þá finnst fólki eins og það sé allt í lagi. En svo er fólk bara komið í aðstæður þar sem er nóg að taka eitt skref og þá detturðu niður í jökulsprungu. Jöklar eru ekkert grín.“ „Fólk áttar sig ekki á afli náttúrunnar“ Honum sjálfum myndi ekki detta í hug að fara nálægt íshelli eins og þeim sem Clément myndaði í Sólheimajökli. „Allir jöklaleiðsögumenn eru með í maganum við að sjá svona. Mér myndi ekki detta í hug að fara nálægt þessu, hvað þá undir þetta.“ Hann telur fólk ekki átta sig á afli náttúrunnar. „Þetta er eins og í Reynisfjöru líka. Fólk áttar sig ekki á afli náttúrunnar. Og sér eitthvað fallegt og stórt og dregst að því.“ Teitur segir mikilvægt að fólk fari með jöklaleiðsögumönnum inn í íshella.Teitur Þorkelsson Hann hvetur landsmenn til að nýta sér ferðir sem boðið er upp á með leiðsögumönnum, í stað þess að fara einir af stað í óvissuna. „Ég myndi hvetja alla Íslendinga til að fara í íshellaferð vegna þess að þetta er ótrúlega fallegur heimur sem er undir Vatnajökli til dæmis. Þetta er blár ís og alveg súrrealísk upplifun að fara í flottan íshelli. En öruggasta leiðin er alltaf að borga bara þennan 15 þúsund kall, eða hvað þetta kostar, til að fara með jöklaleiðsögumönnum,“ segir Teitur. „Hellar breytast dag frá degi. Ísinn er alltaf á hreyfingu og það sem er öruggt í dag er ekki endilega öruggt á morgun eða hinn,“ segir hann.
Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent