„Ógeðslega pirraður og reiður“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 13:31 Hákon Daði Styrmisson var valinn í landsliðshópinn sem æfði á Íslandi í vetur. vísir/vilhelm „Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar. Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar.
Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira