Keppandi Suður-Afríku í Ungfrú alheimi fær líflátshótanir Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. desember 2021 08:00 Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun