„Það er eitthvað mikið að gerast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 12:09 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir ómíkron-bylgju geta skollið á í janúar. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40