Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 21:16 Falleg minningarathöfn fór fram á Seyðisfirði í dag þar sem kveikt var á kertum í kring um grenitré sem stóð eitt af sér skriðuna. Ómar Bogason Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur. Athöfnin fór fram við grenitré sem stóð eitt af sér skriðurnar. Kveikt var á jólaljósum á trénu og komu íbúar í bænum kertaljósum fyrir í hring við rætur þess. Þar var einnig kveikt á ljósi í glerkrukkum sem búið er að mála húsin á sem fórust í skriðunum. Listaverkið gerði Janet Nicole Reynisdóttir. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, var í framlínunni eftir hörmungarnar í fyrra. Hann segir að samheldni hafi einkennt andrúmsloftið í bænum í dag en þar hafi auðvitað ríkt nokkur sorg líka. „Það sem hefur einkennt þetta allt hjá okkur er samheldnin og orkan.“ Davíð Kristinsson björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Þetta var erfiður dagur,“ segir Davíð einfaldlega. „Maður finnur það að þetta situr í manni og snertir mann sérstaklega í dag en það er líka gott til að vinna úr þessu og geta haldið áfram. Það er áherslan hjá öllum núna að horfa fram á við. Nú er að spyrna við og halda áfram.“ Janet Reynisdóttir listakona gerði listaverkið.Ómar Bogason Ómar Bogason, ljósmyndari á Seyðisfirði, myndaði athöfnina í dag. Hann sendi okkur myndirnar sem fylgja fréttinni, meðal annars þessa hér að neðan sem er af barnabörnum hans, Margréti og Sigrúnu, sem misstu heimili sitt í hörmungunum. Ómar Bogason Hjartað fylltist af þakklæti Ómar minntist atburðanna á Facebook í dag þar sem hann minntist þess hvernig það var að horfa á skriðuna falla niður fjallshlíðina. „Að heyra þungan dynk og malarhljóð hækka og hækka og horfa síðan á skriðuna beljast niður hlíðina og Búðarárfossinn, aurinn, bleytuna og grjótið þeytast niður fossinn og halda síðan áfram eins og risastór óstöðvandi slanga sem eirði engu,“ skrifar Ómar. Erfiður dagur fyrir suma en samheldni og hlýja eru efst í huga Seyðfirðinga þegar ár er liðið frá náttúruhamförunum og jólin nálgast.Ómar Bogason „Erfitt er að lýsa hávaðanum sem skriðunum fylgdi en honum mun ég eflaust aldrei gleyma. Fyrst kom æpandi hávaðinn frá skriðusvæðinu en síðan kom ærandi bergmálið í bakið og þá hugsaði ég með mér að fjallið allt væri að koma niður.“ Nú ári síðar er þakklæti honum efst í huga, sérstaklega yfir því að ekkert manntjón hafi orðið. „Þakklæti yfir því að öll fáum við að njóta saman hátíðar ljóss og friðar í heimabænum okkar . Þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta þeirrar góðu tilfinningar sem fylgir því að eiga vin í raun í gegnum alla þá sem stutt hafa okkur Seyðfirðinga, það verður aldrei full þakkað!“ Fyrstu skriðurnar skemmdu lítið Rigningarnar sem gengu yfir Austurland fyrir ári síðan voru einstakar og ótrúlegt að hugsa aftur til þeirra að sögn Davíðs. Fyrstu skriðurnar vegna rigninganna féllu þann 15. desember en þær voru í minni kantinum, miðað við það sem átti eftir að koma. Þá urðu óverulegar skemmdir á húsunum sem urðu fyrir þeim en almannavarnir fóru í að rýma hluta af bænum. Þremur dögum síðar hafði verið lítið lát á rigningunum og aðfaranótt föstudagsins 18. desember féllu tvær aurskriður úr fjallinu og tók önnur þeirra með sér hús. Síðar sama dag féll síðan stærsta skriðan klukkan þrjú þegar fréttamaður okkar Sunna Karen Sigurþórsdóttir var í beinni útsendingu í þrjúfréttum Bylgjunnar. Greinilega mátti heyra í drununum frá skriðunni í útsendingunni, sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fór þá af stað vakt á Vísi þar sem fylgst var með öllu því sem gerðist á Seyðisfirði þennan dag. Kraftaverk að enginn hafi látist Aurskriðan féll á svæði sem hafði ekki verið rýmt að fullu og því var fólk inni í sumum húsanna sem hún reif með sér. Það má eiginlega teljast kraftaverk að enginn hafi látið lífið í henni. Hér má sjá myndband af skriðunni: Nú ári síðar er uppbygging efst í huga Seyðfirðinga, sem margir eru enn að vinna úr atburðunum. Minningarathöfnin í dag hefur eflaust hjálpað mörgum við það. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá Ómari Bogasyni af athöfninni: Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Athöfnin fór fram við grenitré sem stóð eitt af sér skriðurnar. Kveikt var á jólaljósum á trénu og komu íbúar í bænum kertaljósum fyrir í hring við rætur þess. Þar var einnig kveikt á ljósi í glerkrukkum sem búið er að mála húsin á sem fórust í skriðunum. Listaverkið gerði Janet Nicole Reynisdóttir. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, var í framlínunni eftir hörmungarnar í fyrra. Hann segir að samheldni hafi einkennt andrúmsloftið í bænum í dag en þar hafi auðvitað ríkt nokkur sorg líka. „Það sem hefur einkennt þetta allt hjá okkur er samheldnin og orkan.“ Davíð Kristinsson björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Þetta var erfiður dagur,“ segir Davíð einfaldlega. „Maður finnur það að þetta situr í manni og snertir mann sérstaklega í dag en það er líka gott til að vinna úr þessu og geta haldið áfram. Það er áherslan hjá öllum núna að horfa fram á við. Nú er að spyrna við og halda áfram.“ Janet Reynisdóttir listakona gerði listaverkið.Ómar Bogason Ómar Bogason, ljósmyndari á Seyðisfirði, myndaði athöfnina í dag. Hann sendi okkur myndirnar sem fylgja fréttinni, meðal annars þessa hér að neðan sem er af barnabörnum hans, Margréti og Sigrúnu, sem misstu heimili sitt í hörmungunum. Ómar Bogason Hjartað fylltist af þakklæti Ómar minntist atburðanna á Facebook í dag þar sem hann minntist þess hvernig það var að horfa á skriðuna falla niður fjallshlíðina. „Að heyra þungan dynk og malarhljóð hækka og hækka og horfa síðan á skriðuna beljast niður hlíðina og Búðarárfossinn, aurinn, bleytuna og grjótið þeytast niður fossinn og halda síðan áfram eins og risastór óstöðvandi slanga sem eirði engu,“ skrifar Ómar. Erfiður dagur fyrir suma en samheldni og hlýja eru efst í huga Seyðfirðinga þegar ár er liðið frá náttúruhamförunum og jólin nálgast.Ómar Bogason „Erfitt er að lýsa hávaðanum sem skriðunum fylgdi en honum mun ég eflaust aldrei gleyma. Fyrst kom æpandi hávaðinn frá skriðusvæðinu en síðan kom ærandi bergmálið í bakið og þá hugsaði ég með mér að fjallið allt væri að koma niður.“ Nú ári síðar er þakklæti honum efst í huga, sérstaklega yfir því að ekkert manntjón hafi orðið. „Þakklæti yfir því að öll fáum við að njóta saman hátíðar ljóss og friðar í heimabænum okkar . Þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta þeirrar góðu tilfinningar sem fylgir því að eiga vin í raun í gegnum alla þá sem stutt hafa okkur Seyðfirðinga, það verður aldrei full þakkað!“ Fyrstu skriðurnar skemmdu lítið Rigningarnar sem gengu yfir Austurland fyrir ári síðan voru einstakar og ótrúlegt að hugsa aftur til þeirra að sögn Davíðs. Fyrstu skriðurnar vegna rigninganna féllu þann 15. desember en þær voru í minni kantinum, miðað við það sem átti eftir að koma. Þá urðu óverulegar skemmdir á húsunum sem urðu fyrir þeim en almannavarnir fóru í að rýma hluta af bænum. Þremur dögum síðar hafði verið lítið lát á rigningunum og aðfaranótt föstudagsins 18. desember féllu tvær aurskriður úr fjallinu og tók önnur þeirra með sér hús. Síðar sama dag féll síðan stærsta skriðan klukkan þrjú þegar fréttamaður okkar Sunna Karen Sigurþórsdóttir var í beinni útsendingu í þrjúfréttum Bylgjunnar. Greinilega mátti heyra í drununum frá skriðunni í útsendingunni, sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Fór þá af stað vakt á Vísi þar sem fylgst var með öllu því sem gerðist á Seyðisfirði þennan dag. Kraftaverk að enginn hafi látist Aurskriðan féll á svæði sem hafði ekki verið rýmt að fullu og því var fólk inni í sumum húsanna sem hún reif með sér. Það má eiginlega teljast kraftaverk að enginn hafi látið lífið í henni. Hér má sjá myndband af skriðunni: Nú ári síðar er uppbygging efst í huga Seyðfirðinga, sem margir eru enn að vinna úr atburðunum. Minningarathöfnin í dag hefur eflaust hjálpað mörgum við það. Hér fyrir neðan eru fleiri myndir frá Ómari Bogasyni af athöfninni: Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason Ómar Bogason
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent