Viðreisn undirlögð af veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar eru bæði smituð af kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa. Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15