„Mannauðsmælingar eru lykilþáttur í framtíð fyrirtækja“ HR Monitor 20. desember 2021 08:41 Þórhildur Ólöf Helgadóttir er fyrsta konan til að gegna hlutverki forstjóra Póstsins. Þórhildur hóf fyrst störf hjá Póstinum sumarið 2019 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Frá lok árs 2020 hefur hún sinnt stöðu forstjóra Póstsins. Þórhildur Ólöf Helgadóttir byrjaði snemma að vinna og var í sveit á sínum uppvaxtarárum. Í dag sinnir hún starfi forstjóra Póstsins. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna og það hefur í raun aldrei skipt máli hvað ég er að gera. Hvort sem það var að skúra á bifvélaverkstæði eða vera forstjóri, vinnan er skemmtileg.“ Hún elskar að búa á Íslandi og notar hreyfingu og íþróttir til að endurstilla sig. „Við búum í paradís, það er bara málið og þangað sæki ég mína orku, í náttúruna og fjöllin.“ Miklar breytingar hjá Póstinum síðustu ár Þórhildur hóf fyrst störf hjá Póstinum sumarið 2019 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og vann með þáverandi forstjóra og öðrum lykilstjórnendum að stefnubreytingum hjá Póstinum til framtíðar. Frá lok árs 2020 hefur hún sinnt stöðu forstjóra Póstsins. „Þetta hafa verið ansi margar brattar brekkur sem við höfum tekist á við en vegferðin sem lagt var upp í haustið 2019 tókst vel til og erum við enn að klífa brekkurnar í breyttu landslagi.“ Þórhildur er fyrsta konan til að gegna hlutverki forstjóra Póstsins, en hún bendir réttilega á að það þyki meira fréttaefni erlendis en hér á Íslandi. „Það hafa verið stigin ótrúlega mörg mikilvæg skref í áttina að jafnrétti á Íslandi og tel ég næstu skref ekki endilega vera byggð á kynjajafnrétti heldur jafnrétti óháð öllum breytum. Við erum að verða fjölmenningarsamfélag og við verðum að líta á alla jafnt óháð þeirra kyni, litarhaft, trúarbrögðum, kynþætti og svo framvegis.“ Þórhildur Ólöf Helgadóttir Á síðustu árum hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Póstinum, en mest spennandi hjá félaginu í dag segir Þórhildur að sé umbreytingin frá því að vera bréfafyrirtæki í það að vera pakkafyrirtæki. „Bréfasendingar á milli fyrirtækja og fólks hafa farið minnkandi undanfarin 10 ár og við sjáum fram á að þær munu fara enn meira minnkandi næstu 5 árin. Pósturinn er því að breytast úr því að vera bréfafyrirtæki með nokkra pakka í að vera pakkafyrirtæki með nokkur bréf. Viðskiptavinur Póstsins stýrir í raun hvernig fyrirtæki við erum og við mætum honum þar sem hann er staddur.“ Starfsfólkið eins og fjölskylda Þórhildur telur að ýmislegt hafi mótað sig sem leiðtoga, en þá sérstaklega fjölskyldan. „Ég er mamma, amma, systir, dóttir, tengdadóttir og vinkona. Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og hefur mótað mig að mörgu leyti.“ Hvernig myndir þú lýsa Póstinum sem vinnustað? „Pósturinn er fjölskyldufyrirtæki, fólkið sem vinnur hér er eins og stór fjölskylda og stendur þétt saman sem slík. Það er hár meðalstarfsaldur hjá Póstinum og mjög góður andi. Það var mín upplifun þegar ég kom hingað inn á sínum tíma og vonandi tekst mér að anda þannig frá mér að við getum viðhaldið slíkri menningu innandyra.“ Þórhildur segir mannauðinn skipta öllu máli. „Það er mannauður fyrirtækisins sem tengir saman fólk, samfélög og fyrirtæki en ekki fyrirtækið sjálft. Það þarf að sinna honum eins og plöntu sem vex og dafnar með réttri næringu og alúð til þess að hann eigi möguleika á að sinna sínum verkefnum eins og best verður á kosið. Ef að fólkinu okkar líður vel þá er meira líklegt að það hafi kraftinn í að veita góða þjónustu til okkar viðskiptavina.“ Þórhildur bendir á að fjölmargar breytur geti haft áhrif á mannauð og þurfi að tryggja að allir hafi það sem þarf til að vinna sína vinnu vel. „Það er ekki nægilegt að horfa bara á mannauðinn sem starfsmenn, við erum öll manneskjur og við verðum að taka tillit til persónulegra breytna. Vinna með styrkleika og reyna að finna farveg til að allir blómstri. Því er gott að stjórnendur okkar hafi góð stjórntæki til að vinna sína vinnu sem styðja við mannauðinn og um leið aðstoða stjórnendur að meta hvernig hjartað slær hverju sinni.“ Samkvæmt Þórhildi eru mælingar mjög mikilvægar og nýtir Pósturinn sér mælingar til ákvörðunartöku á hverjum degi. „Fyrirtækjarekstur er í eðli sínu þannig að maður þarf að vera duglegur að reyna að meta framtíðina með því að gera eins vel í nútíðinni og mögulegt er, en þó þannig að það sem er gert byggi á sögunni. Mælingar skipta öllu máli og helst þannig að allir starfsmenn hafi tæki og tól til þess að meta nútíðina byggt á sögulegum gögnum og stefna í átt að skýrri framtíðarsýn.“ HR Monitor uppspretta tækifæra Í janúar 2020 byrjaði Pósturinn að nýta sér HR Monitor fyrir stjórnendur til að fjölga verkfærum í sinni kistu. „Það var mikilvægt fyrir Póstinn á þessum tíma að kanna hug starfsmanna þar sem mikið hafði verið um breytingar hjá félaginu. Mánaðarlegar kannanir opna farveg fyrir stjórnanda til að gera enn betur í dag en í gær. Ég hef í störfum mínum sem fjármálastjóri í tugi ára notað HR Monitor alls staðar sem ég hef verið og finnst þetta vera verkfæri sem er frábært til þess að fylgjast með mannauðspúlsinum í hverjum mánuði. Ég tel jafn mikilvægt að taka stöðuna á starfsfólkinu mánaðarlega eins og gera upp mánaðarlega tölur félagsins. Þetta stjórntæki opnar línu til allra starfsmanna og möguleika á að fá hugmyndir sem annars væru kannski bara ónýttar hjá hverjum og einum.“ Ertu með dæmi um tækifæri sem hafa skapast út frá niðurstöðum mælinga? „Fullt af tækifærum, í raun er þetta mælitæki uppspretta tækifæra. HR Monitor opnar umræðuna og nær henni af stað. Starfsfólk fær hlutdeild í ákvörðunum og meira eignarhald á hugmyndum sem verið er að innleiða og vinna að. Þetta leiðir til þess að hugmyndir sem gott er að innleiða fá miklu meira vægi og talsvert meiri líkur á að vel takist til. Fólk finnur til sín taka og að þeirra framlag sé metið að verðleikum. Ef fólki finnur að það sé að gera gagn, þá líður því vel.“ Hver er þín framtíðarsýn fyrir mannauðsmálin hjá ykkur? „Fyrirtækið stendur og fellur með mannauði félagsins. Það eru bein tengsl á milli líðan starfsfólks og ánægju viðskiptavina. Það er ekki nóg að hlusta það þarf líka að heyra og bregðast við því sem sagt er. Ég hef þá trú að allir vilji mæta á hverjum degi til að gera vel, ef fólk gerir ekki vel þá er einhver ástæða fyrir því. Stjórnandinn þarf að hafa verkfæri í sinni kistu til þess að koma auga á hvað betur má fara og mannauðsmælingar eru lykilþáttur í framtíð fyrirtækja.“ Pósturinn Mannauðsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir byrjaði snemma að vinna og var í sveit á sínum uppvaxtarárum. Í dag sinnir hún starfi forstjóra Póstsins. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna og það hefur í raun aldrei skipt máli hvað ég er að gera. Hvort sem það var að skúra á bifvélaverkstæði eða vera forstjóri, vinnan er skemmtileg.“ Hún elskar að búa á Íslandi og notar hreyfingu og íþróttir til að endurstilla sig. „Við búum í paradís, það er bara málið og þangað sæki ég mína orku, í náttúruna og fjöllin.“ Miklar breytingar hjá Póstinum síðustu ár Þórhildur hóf fyrst störf hjá Póstinum sumarið 2019 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og vann með þáverandi forstjóra og öðrum lykilstjórnendum að stefnubreytingum hjá Póstinum til framtíðar. Frá lok árs 2020 hefur hún sinnt stöðu forstjóra Póstsins. „Þetta hafa verið ansi margar brattar brekkur sem við höfum tekist á við en vegferðin sem lagt var upp í haustið 2019 tókst vel til og erum við enn að klífa brekkurnar í breyttu landslagi.“ Þórhildur er fyrsta konan til að gegna hlutverki forstjóra Póstsins, en hún bendir réttilega á að það þyki meira fréttaefni erlendis en hér á Íslandi. „Það hafa verið stigin ótrúlega mörg mikilvæg skref í áttina að jafnrétti á Íslandi og tel ég næstu skref ekki endilega vera byggð á kynjajafnrétti heldur jafnrétti óháð öllum breytum. Við erum að verða fjölmenningarsamfélag og við verðum að líta á alla jafnt óháð þeirra kyni, litarhaft, trúarbrögðum, kynþætti og svo framvegis.“ Þórhildur Ólöf Helgadóttir Á síðustu árum hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Póstinum, en mest spennandi hjá félaginu í dag segir Þórhildur að sé umbreytingin frá því að vera bréfafyrirtæki í það að vera pakkafyrirtæki. „Bréfasendingar á milli fyrirtækja og fólks hafa farið minnkandi undanfarin 10 ár og við sjáum fram á að þær munu fara enn meira minnkandi næstu 5 árin. Pósturinn er því að breytast úr því að vera bréfafyrirtæki með nokkra pakka í að vera pakkafyrirtæki með nokkur bréf. Viðskiptavinur Póstsins stýrir í raun hvernig fyrirtæki við erum og við mætum honum þar sem hann er staddur.“ Starfsfólkið eins og fjölskylda Þórhildur telur að ýmislegt hafi mótað sig sem leiðtoga, en þá sérstaklega fjölskyldan. „Ég er mamma, amma, systir, dóttir, tengdadóttir og vinkona. Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og hefur mótað mig að mörgu leyti.“ Hvernig myndir þú lýsa Póstinum sem vinnustað? „Pósturinn er fjölskyldufyrirtæki, fólkið sem vinnur hér er eins og stór fjölskylda og stendur þétt saman sem slík. Það er hár meðalstarfsaldur hjá Póstinum og mjög góður andi. Það var mín upplifun þegar ég kom hingað inn á sínum tíma og vonandi tekst mér að anda þannig frá mér að við getum viðhaldið slíkri menningu innandyra.“ Þórhildur segir mannauðinn skipta öllu máli. „Það er mannauður fyrirtækisins sem tengir saman fólk, samfélög og fyrirtæki en ekki fyrirtækið sjálft. Það þarf að sinna honum eins og plöntu sem vex og dafnar með réttri næringu og alúð til þess að hann eigi möguleika á að sinna sínum verkefnum eins og best verður á kosið. Ef að fólkinu okkar líður vel þá er meira líklegt að það hafi kraftinn í að veita góða þjónustu til okkar viðskiptavina.“ Þórhildur bendir á að fjölmargar breytur geti haft áhrif á mannauð og þurfi að tryggja að allir hafi það sem þarf til að vinna sína vinnu vel. „Það er ekki nægilegt að horfa bara á mannauðinn sem starfsmenn, við erum öll manneskjur og við verðum að taka tillit til persónulegra breytna. Vinna með styrkleika og reyna að finna farveg til að allir blómstri. Því er gott að stjórnendur okkar hafi góð stjórntæki til að vinna sína vinnu sem styðja við mannauðinn og um leið aðstoða stjórnendur að meta hvernig hjartað slær hverju sinni.“ Samkvæmt Þórhildi eru mælingar mjög mikilvægar og nýtir Pósturinn sér mælingar til ákvörðunartöku á hverjum degi. „Fyrirtækjarekstur er í eðli sínu þannig að maður þarf að vera duglegur að reyna að meta framtíðina með því að gera eins vel í nútíðinni og mögulegt er, en þó þannig að það sem er gert byggi á sögunni. Mælingar skipta öllu máli og helst þannig að allir starfsmenn hafi tæki og tól til þess að meta nútíðina byggt á sögulegum gögnum og stefna í átt að skýrri framtíðarsýn.“ HR Monitor uppspretta tækifæra Í janúar 2020 byrjaði Pósturinn að nýta sér HR Monitor fyrir stjórnendur til að fjölga verkfærum í sinni kistu. „Það var mikilvægt fyrir Póstinn á þessum tíma að kanna hug starfsmanna þar sem mikið hafði verið um breytingar hjá félaginu. Mánaðarlegar kannanir opna farveg fyrir stjórnanda til að gera enn betur í dag en í gær. Ég hef í störfum mínum sem fjármálastjóri í tugi ára notað HR Monitor alls staðar sem ég hef verið og finnst þetta vera verkfæri sem er frábært til þess að fylgjast með mannauðspúlsinum í hverjum mánuði. Ég tel jafn mikilvægt að taka stöðuna á starfsfólkinu mánaðarlega eins og gera upp mánaðarlega tölur félagsins. Þetta stjórntæki opnar línu til allra starfsmanna og möguleika á að fá hugmyndir sem annars væru kannski bara ónýttar hjá hverjum og einum.“ Ertu með dæmi um tækifæri sem hafa skapast út frá niðurstöðum mælinga? „Fullt af tækifærum, í raun er þetta mælitæki uppspretta tækifæra. HR Monitor opnar umræðuna og nær henni af stað. Starfsfólk fær hlutdeild í ákvörðunum og meira eignarhald á hugmyndum sem verið er að innleiða og vinna að. Þetta leiðir til þess að hugmyndir sem gott er að innleiða fá miklu meira vægi og talsvert meiri líkur á að vel takist til. Fólk finnur til sín taka og að þeirra framlag sé metið að verðleikum. Ef fólki finnur að það sé að gera gagn, þá líður því vel.“ Hver er þín framtíðarsýn fyrir mannauðsmálin hjá ykkur? „Fyrirtækið stendur og fellur með mannauði félagsins. Það eru bein tengsl á milli líðan starfsfólks og ánægju viðskiptavina. Það er ekki nóg að hlusta það þarf líka að heyra og bregðast við því sem sagt er. Ég hef þá trú að allir vilji mæta á hverjum degi til að gera vel, ef fólk gerir ekki vel þá er einhver ástæða fyrir því. Stjórnandinn þarf að hafa verkfæri í sinni kistu til þess að koma auga á hvað betur má fara og mannauðsmælingar eru lykilþáttur í framtíð fyrirtækja.“
Pósturinn Mannauðsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira