Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 12:00 Guðmundur Felix er kominn í frí til landsins, til að hitta börn sín og barnabörn en líka til að kynna nýútkomna bók sína, 11.000 volt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. „Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42
Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48