Shannon tvíburarnir segja Hefner hafa neytt sig í trekant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:39 Kristina Shannon, Hugh Hefner, and Karissa Shannon saman árið 2012. Getty/Jason Merritt Shannon tvíburarnir, fyrrverandi kærustur stofnanda Playboy, bera hann þungum sökum í viðtali sem birtist í gær. Þær saka hann meðal annars um að hafa neytt þær til að sofa saman. Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira