228 hraðalækkandi tillögur frá íbúum á kjörtímabilinu Sara Björg Sigurðarsdóttir skrifar 15. desember 2021 08:30 Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp. Markmiðið er að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Lögð hefur verið áhersla á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístunda samhliða við götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi Íbúar borgarinnar hafa verið ötullir á kjörtímabilinu að kalla eftir lækkun hámarkshraði í þeirra nærumhverfi enda stuðlar hraðalækkun að bættu öryggi, betri hljóðvist og stuðlar að betri lífsgæðum fyrir íbúa. Í dag geta því börn, foreldrar, gangandi og hjólandi vegfarendur víðsvegar um borgina glaðst yfir þessum ánægjulega áfanga. Sem dæmi hafa komið inn í hugmyndasöfnun í gegnum Hverfið Mitt á þessu kjörtímabili 228 tillögur sem snúa að lækkun hámarkshraða eða beiðnir um hraðalækkandi aðgerðir eins og hraðahindranir, þrengingum í götum eða hraðavaraskilti. Sem dæmi komu úr Laugardal 39 tillögur, 38 komu úr Háaleiti og Bústöðum og úr hverfinu mínu, Breiðholtinu komu inn 36 tillögur. Er breyting á hraða í þinni götu? Í þessum áfanga verða teknar niður í 40 km hámarkshraða Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu. Fjallkonuvegur, milli Gullinbrúar og Frostafoldar og Fjallkonuvegur, milli Jöklafoldar og Hallsvegar. Þær götur sem hraði tekin niður í 30 km hámarkshraða eru Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar. Borgartún, milli Snorrabrautar og Katrínartúns. Nóatún, milli Laugavegs og Borgartúns. Engjateigur. Langholtsvegur, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar. Álfheimar. Holtavegur, milli Langholtsvegs og Sæbrautar. Stjörnugróf. Seljaskógar, milli Grófarsels og Hjallasels. Bæjarbraut. Rofabær, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss. Bjallavað. Ferjuvað. Völundarhús, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs. Langirimi, milli Hallsvegar og Flétturima. Mosavegur/Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar. Vegur norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut. Til hamingju Reykjavíkingar með þetta mikilvæga skref - skref sem við erum að taka til að skapa öruggari borg fyrir börn, gangandi og hjólandi. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingar í samgöngu- og skipulagsráði og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar