Handbolti

Spánverjar í undanúrslit á heimavelli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ainhoa Hernández skoraði tvö mörk af línunni fyrir Spánverja.
Ainhoa Hernández skoraði tvö mörk af línunni fyrir Spánverja. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Spænska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsin í handbolta sem fram fer á Spáni um þessar mundir með fimm marka sigri gegn Þjóðverjum, 26-21.

Þær þýsku byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Forysta þeirra lifði þó ekki lengi því Spánverjar komust yfir í stöðunni 9-8 og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10.

Heimakonur héldu þeim þýsku í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Lokatölur urðu 26-21, Spánverjum í vil, og liðið því á leið í undanúrslit þar sem að þær mæta annað hvort Rússlandi eða Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×