Bréf til Svandísar Atli Hermansson skrifar 14. desember 2021 17:31 Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun