Bréf til Svandísar Atli Hermansson skrifar 14. desember 2021 17:31 Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar