Safn Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsið – Takk Una Dóra! Ellen Calmon skrifar 13. desember 2021 18:01 Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Söfn Myndlist Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Hönnunarsamkeppni - samráð við listafólk og borgarbúa Fyrr í dag, undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Magnús Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, samning um kaup borgarinnar á húsnæði Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Með samningnum mun Reykjavíkurborg eignast Hafnarhúsið í heild sinni sem mun meðal annars hýsa nýtt safn Nínu Tryggvadóttur. Áætlað er að safn Nínu Tryggvadóttur verði staðsett í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en í vesturhluta þess er Listasafn Reykjavíkur. Safn Nínu Tryggvadóttur mun prýða þau verk sem Una Dóra Copley, einkadóttir Nínu, hefur ánafnað Reykvíkingum. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverka eftir Nínu sem eru málverk, teikningar, glerverk, vatnslitamyndir og fleira. Í framhaldinu verður efnt til hugarflugs og samráðs við listafólk og borgarbúa á öllum aldri vegna frekari útfærslu á Hafnarhúsinu þar sem kallað verður eftir hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni. Þar verða útfærðar breytingar á húsinu til að rúma tilkomumikið Safn Nínu Tryggvadóttur og stækkun Listasafns Reykjavíkur. Tryggvagatan og allt svæðið í kringum Borgarbókasafnið í Grófinni og Hafnarhúsið verður samfelld og sannkölluð menningartorfa þegar allt verður fullbyggt sem við megum svo sannarlega láta okkur hlakka til að bera augum. Verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið Ég var svo lánsöm að eiga góða stund með Unu Dóru í haust þegar hún kom hingað til lands til að undirrita gjafasamninginn til borgarinnar en þá varð borgarstjóra á orði að þetta væri verðmætasta gjöf sem borgin hefur þegið. Una Dóra er sem fyrr segir einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistakonu og rithöfundar og Dr. Al Copley listamanns og doktors í læknavísindum. Í samtali mínu við Unu Dóru langaði mig til að skilja betur hvers vegna Una Dóra færir Reykvíkingum þessa rausnarlegu gjöf, en mín tilfinningin er að æ sjaldgæfara sé að viðlíka gjafir séu gefnar í þessum kapítalíska heimi. Una Dóra var rétt liðlega 17 ára gömul þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nína Tryggvadóttir lést í Bandaríkjunum þann 18. júní 1968 en jarðneskar leifar hennar hvíla í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Una Dóra var ein sinna skólasystkina sem hafði misst foreldri. Hún sagði móðurmissinn hafa breytt henni og að hún hafi hreinlega orðið önnur manneskja eftir þetta áfall. Una Dóra hefur sterka tengingu við móður sína og segist alltaf hafa fundið fyrir nærveru hennar í gegnum lífið. En Nína birtist henni reglulega með ýmsum táknum og ekki síst þegar kemur að umsýslu með verkum hennar. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni í þessa vegferð og megi því túlka sem svo að Nína hefði verið sátt við þessa ráðstöfun. Sterkar taugar til Reykjavíkur Í uppvextinum varði Una Dóra flestum sumrum sínum á Íslandi, mest á Fálkagötunni í íbúð sem foreldrar hennar keyptu þegar hún var lítil og ber því sterkar taugar til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hana af hverju hún ánafnar Reykjavíkurborg öllum þessum verkum og eigum, þá svaraði hún því til - Af því Nína var alltaf íslensk – alltaf íslenskur ríkisborgari og gerðist aldrei bandarískur ríkisborgari. Hún sagði Nínu hafa kynnt land og þjóð hvar sem henni gafst færi á og átti oft í djúpum samræðum við fólk um Ísland. Því má með sanni segja að íslenska taugin hafi ætíð verið sterk og því eigi verk hennar hér heima. Þetta verður vissulega Safn Nínu Tryggvadóttur en aldrei hefði það orðið nema fyrir rausnarlega gjöf og ást Unu Dóru á Íslandi og Reykjavík, að ógleymdum stuðningi eiginmanns hennar heitnum Scott Jeffries sem studdi hana dyggilega í þessum velgjörðum. Munu Reykvíkingar seint geta þakkað Unu Dóru nógsamlega. Ég hlakka til að taka þátt í og fylgjast með framvindu verkefnisins þar til Safn Nínu Tryggvadóttur verður að veruleika. Takk Una Dóra! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun