Reknar frá Víkingi: „Aldrei fengið neina viðvörun frá honum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 08:01 Alana Elín Steinarsdóttir og Steinunn Birta Haraldsdóttir kepptust um stöðu línumanns hjá Víkingi en studdu hvor við aðra. Þær hafa nú verið hraktar frá félaginu. vísir/vilhelm Þrír leikmenn kvennaliðs Víkings í handbolta, þar á meðal fyrirliðinn, voru reknir í haust, degi fyrir leik í Grill 66-deildinni. Þær segja brottreksturinn hafa verið fyrirvaralausan og skýringar á honum takmarkaðar. Þjálfari Víkings vill ekkert tjá sig um málið. „Hann hringdi í okkur og sagðist ekki hafa nein not fyrir okkur framar. Þetta var mínútu samtal á Messenger. Við komum alveg af fjöllum,“ segir Alana Elín Steinarsdóttir um brottreksturinn í lok október. Þær Steinunn Birta Haraldsdóttir, sem þjálfarinn Sigfús Páll Sigfússon hafði skipað fyrirliða liðsins, deildu línumannsstöðunni hjá Víkingi. Báðar fengu símtal, auk þriðja leikmanns sem kaus að halda sig utan við þessa umfjöllun, frá Sigfúsi þar sem þeim var sagt að þær mættu ekki mæta á fleiri æfingar hjá honum. Steinunn segir að þegar fólk frétti að þær hafi verið reknar bíði það alltaf eftir að heyra „raunverulegu“ söguna. Hvað þær hafi gert af sér. Hvaða „hneykslismál“ liggi að baki, enda fáheyrt að þrír leikmenn séu reknir á einu bretti. Staðreyndin sé þó sú að brottreksturinn hafi komið þeim alveg í opna skjöldu. „Þetta var mikið sjokk. Við fengum bara þetta símtal á fimmtudegi þar sem þjálfarinn bannaði okkur að æfa og keppa með liðinu. Við þurftum svo að bíða í fimm daga eftir einhverjum raunverulegum útskýringum á því af hverju þetta var gert,“ segir Steinunn. „Sagði að sér fyndist ég tjá mig of mikið“ Þær útskýringar sem þær hafi svo fengið á fundi með þjálfara og stjórn handknattleiksdeildar Víkings hafi þeim þó þótt frekar þunnar. „Þetta var bara „af því bara“ og af því að við værum vinkonur. Hann [Sigfús] sagði þó að sér fyndist ég tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvað það þýðir, því svo var hann sammála því að ég væri bara jákvæð og hvetjandi á æfingum. Við fengum engar nánari útskýringar,“ segir Steinunn. „Þjálfarinn hefur greinilega verið búinn að vera ósáttur við okkur en nefndi það aldrei við okkur. Allt í einu tekur hann þessa ákvörðun, án þess að vara okkur við eða tala við okkur áður,“ segir Alana og bætir við: „Þegar við spyrjum hver ástæðan sé þá segir hann að við Steinunn kvörtum of mikið. Við erum raddsterkir leikmenn og tölum um það sem þarf að laga og látum vita ef við erum ósáttar, varðandi hvað sem er. Ég hef átt „one on one“-samtöl við Sigfús í mesta lagi fjórum sinnum, og í hvert einasta skipti sem ég tjáði mig um eitthvað þá var viðkvæðið það að hann væri bara sammála og að við myndum taka málið fyrir á æfingu. Þess vegna komum við alveg af fjöllum, því hann var alltaf sammála okkur og benti aldrei á að „jæja, ég er þjálfarinn, ég er búinn að heyra ykkar hlið og núna vil ég að þið stoppið.“ Það kom aldrei upp.“ Valdi Steinunni sem fyrirliða og spurði gjarnan ráða Steinunn segir fólk einfaldlega reikna með að meira búi að baki: „Hann valdi mig sem fyrirliða, og ef að við áttum samtal þá var hann alltaf rosalega sammála mér. Hann spurði mig gjarnan hvernig við ættum að fara að hlutunum, enda er ég búin með íþróttafræði og sjálf þjálfari, og við ræddum bara saman án þess að nokkuð illt væri þar. Ég hef aldrei fengið neina viðvörun frá honum og svo gerist þetta. Gætir enginn hagsmuna leikmanna? Er þetta bara í lagi? Það er eins og maður sé glæpamaður. Ég var rekin úr liðinu. Þegar fólk fréttir þetta er það alltaf að bíða eftir að heyra raunverulegu söguna. Hvað gerði ég af mér til að vera rekin? En það er ekkert meira á bakvið þetta.“ Beðin um að halda áfram að þjálfa hjá Víkingi Þær Steinunn og Alana leituðu til stjórnar handknattleiksdeildar Víkings, formanns og framkvæmdastjóra félagsins, og spurðust einnig fyrir um sína réttarstöðu hjá Handknattleikssambandi Íslands. Þær segjast alls staðar hafa mætt skilningi á réttlátri reiði yfir niðurstöðunni en forráðamenn Víkings hafi þó ekki viljað breyta henni. Þær voru með samning við Víking eins og skylt er hjá HSÍ en ekki á launum sem leikmenn. Steinunn hefur hins vegar auk þess að vera leikmaður þjálfað 4. og 5. flokk stúlkna hjá Víkingi. Hún hefur verið hjá félaginu í átta ár en eftir það sem á undan er gengið hefur hún engan áhuga á að þjálfa fyrir það, þrátt fyrir að félagið hafi boðið henni það. „Ég var í gegnum þetta ferli margoft beðin um að halda áfram að þjálfa hjá félaginu – búin að gera mjög gott starf og mikil fyrirmynd. Það er svo mikil þversögn fyrir mér, að ég sé frábær fyrir þessar stelpur sem eiga að stíga upp seinna meir en ekki nógu góð til að vera í liðinu. Ég get ekki stutt það að félag þaggi bara niður í leikmönnum svona,“ segir Steinunn. Framkvæmdastjórinn segir andann í hópnum hafa verið slæman Þjálfari Víkings, Sigfús Páll, vildi eins og fyrr segir ekki tjá sig um málið við Vísi. Hann leysti Sigurlaugu Rúnarsdóttur af sem aðalþjálfari seint á síðasta tímabili og er nú á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins. Sigfús Páll Sigfússon er þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta og er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins.vikingur.is Sigfús vísaði á Harald Haraldsson, framkvæmdastjóra Víkings, sem hafði einnig lítinn áhuga á að tjá sig um málið: „Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Það var slæmur andi og það þurfti að gera eitthvað í því. Þessar þrjár voru erfiðar og voru látnar fara til að halda vinnufrið,“ segir Haraldur en rekur ekki nánar í hverju það fólst. Alana segist alveg geta tekið undir það að mórallinn í leikmannahópnum hafi ekki verið góður en það sé ekki þeim Steinunni að kenna. Hún vísaði í orð Björns Einarssonar, formanns Víkings, sem fundaði með þeim eftir brottreksturinn: „Bjössi orðaði það nákvæmlega þannig að þetta væri erfiður hópur, ekki bara við þrjár, en að við hefðum „orðið fyrir lestinni“,“ segir Alana. „Þarna finnst mér þjálfarinn þurfa að líta í eigin barm. Það er alla vega það sem ég myndi gera sem þjálfari,“ segir Steinunn og bætir við: „Mér finnst þetta frekar „ódýrt“. Drógum við þá bara vitlaust spjald? Og af hverju fengum við enga viðvörun? Þetta var ekki upplifun mín af því að vera í Víkingi.“ „Búið að vera gjörsamlega ömurlegt ferli“ Alana hyggur á háskólanám eftir veturinn og leiktíðin átti því að vera hennar síðasta, að minnsta kosti í bili. Steinunn var ekki með hugann við annað en að spila áfram með Víkingi og hjálpa til við að koma liðinu upp á við í íslenskum handbolta. Þeim sárnar bæði brottreksturinn og að hafa ekki fengið neina opinbera afsökunarbeiðni, og ætla að taka sér tíma í að ákveða hvort þær haldi áfram handbolta á öðrum vígstöðvum. Þeim þykir þó nauðsynlegt að segja frá sinni hlið með það í huga að aðrar dyr opnist. „Ég er rosalega á báðum áttum. Þetta er búið að vera gjörsamlega ömurlegt ferli fyrir mig andlega,“ segir Steinunn og bætir við: „Núna er ég svo meðvituð um þetta; Er ég að tjá mig of mikið? Er ég bara „hræðileg“ manneskja? Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að fara eitthvert annað. Ég tók þá ákvörðun snemma þegar ég byrjaði hjá Víkingi að ég ætlaði ekki í annað lið. Mig langar að sjá uppbyggingu hérna. Svo kemur þetta. Ég þarf alla vega að jafna mig eftir þetta.“ Alana tekur undir það og bætir við: „Okkur væri ekki svona heitt í hamsi ef að við hefðum að minnsta kosti fengið afsökunarbeiðni. Við viljum ekki að þessi saga sverti mannorð okkar í handboltaheiminum.“ Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
„Hann hringdi í okkur og sagðist ekki hafa nein not fyrir okkur framar. Þetta var mínútu samtal á Messenger. Við komum alveg af fjöllum,“ segir Alana Elín Steinarsdóttir um brottreksturinn í lok október. Þær Steinunn Birta Haraldsdóttir, sem þjálfarinn Sigfús Páll Sigfússon hafði skipað fyrirliða liðsins, deildu línumannsstöðunni hjá Víkingi. Báðar fengu símtal, auk þriðja leikmanns sem kaus að halda sig utan við þessa umfjöllun, frá Sigfúsi þar sem þeim var sagt að þær mættu ekki mæta á fleiri æfingar hjá honum. Steinunn segir að þegar fólk frétti að þær hafi verið reknar bíði það alltaf eftir að heyra „raunverulegu“ söguna. Hvað þær hafi gert af sér. Hvaða „hneykslismál“ liggi að baki, enda fáheyrt að þrír leikmenn séu reknir á einu bretti. Staðreyndin sé þó sú að brottreksturinn hafi komið þeim alveg í opna skjöldu. „Þetta var mikið sjokk. Við fengum bara þetta símtal á fimmtudegi þar sem þjálfarinn bannaði okkur að æfa og keppa með liðinu. Við þurftum svo að bíða í fimm daga eftir einhverjum raunverulegum útskýringum á því af hverju þetta var gert,“ segir Steinunn. „Sagði að sér fyndist ég tjá mig of mikið“ Þær útskýringar sem þær hafi svo fengið á fundi með þjálfara og stjórn handknattleiksdeildar Víkings hafi þeim þó þótt frekar þunnar. „Þetta var bara „af því bara“ og af því að við værum vinkonur. Hann [Sigfús] sagði þó að sér fyndist ég tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvað það þýðir, því svo var hann sammála því að ég væri bara jákvæð og hvetjandi á æfingum. Við fengum engar nánari útskýringar,“ segir Steinunn. „Þjálfarinn hefur greinilega verið búinn að vera ósáttur við okkur en nefndi það aldrei við okkur. Allt í einu tekur hann þessa ákvörðun, án þess að vara okkur við eða tala við okkur áður,“ segir Alana og bætir við: „Þegar við spyrjum hver ástæðan sé þá segir hann að við Steinunn kvörtum of mikið. Við erum raddsterkir leikmenn og tölum um það sem þarf að laga og látum vita ef við erum ósáttar, varðandi hvað sem er. Ég hef átt „one on one“-samtöl við Sigfús í mesta lagi fjórum sinnum, og í hvert einasta skipti sem ég tjáði mig um eitthvað þá var viðkvæðið það að hann væri bara sammála og að við myndum taka málið fyrir á æfingu. Þess vegna komum við alveg af fjöllum, því hann var alltaf sammála okkur og benti aldrei á að „jæja, ég er þjálfarinn, ég er búinn að heyra ykkar hlið og núna vil ég að þið stoppið.“ Það kom aldrei upp.“ Valdi Steinunni sem fyrirliða og spurði gjarnan ráða Steinunn segir fólk einfaldlega reikna með að meira búi að baki: „Hann valdi mig sem fyrirliða, og ef að við áttum samtal þá var hann alltaf rosalega sammála mér. Hann spurði mig gjarnan hvernig við ættum að fara að hlutunum, enda er ég búin með íþróttafræði og sjálf þjálfari, og við ræddum bara saman án þess að nokkuð illt væri þar. Ég hef aldrei fengið neina viðvörun frá honum og svo gerist þetta. Gætir enginn hagsmuna leikmanna? Er þetta bara í lagi? Það er eins og maður sé glæpamaður. Ég var rekin úr liðinu. Þegar fólk fréttir þetta er það alltaf að bíða eftir að heyra raunverulegu söguna. Hvað gerði ég af mér til að vera rekin? En það er ekkert meira á bakvið þetta.“ Beðin um að halda áfram að þjálfa hjá Víkingi Þær Steinunn og Alana leituðu til stjórnar handknattleiksdeildar Víkings, formanns og framkvæmdastjóra félagsins, og spurðust einnig fyrir um sína réttarstöðu hjá Handknattleikssambandi Íslands. Þær segjast alls staðar hafa mætt skilningi á réttlátri reiði yfir niðurstöðunni en forráðamenn Víkings hafi þó ekki viljað breyta henni. Þær voru með samning við Víking eins og skylt er hjá HSÍ en ekki á launum sem leikmenn. Steinunn hefur hins vegar auk þess að vera leikmaður þjálfað 4. og 5. flokk stúlkna hjá Víkingi. Hún hefur verið hjá félaginu í átta ár en eftir það sem á undan er gengið hefur hún engan áhuga á að þjálfa fyrir það, þrátt fyrir að félagið hafi boðið henni það. „Ég var í gegnum þetta ferli margoft beðin um að halda áfram að þjálfa hjá félaginu – búin að gera mjög gott starf og mikil fyrirmynd. Það er svo mikil þversögn fyrir mér, að ég sé frábær fyrir þessar stelpur sem eiga að stíga upp seinna meir en ekki nógu góð til að vera í liðinu. Ég get ekki stutt það að félag þaggi bara niður í leikmönnum svona,“ segir Steinunn. Framkvæmdastjórinn segir andann í hópnum hafa verið slæman Þjálfari Víkings, Sigfús Páll, vildi eins og fyrr segir ekki tjá sig um málið við Vísi. Hann leysti Sigurlaugu Rúnarsdóttur af sem aðalþjálfari seint á síðasta tímabili og er nú á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins. Sigfús Páll Sigfússon er þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta og er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins.vikingur.is Sigfús vísaði á Harald Haraldsson, framkvæmdastjóra Víkings, sem hafði einnig lítinn áhuga á að tjá sig um málið: „Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Það var slæmur andi og það þurfti að gera eitthvað í því. Þessar þrjár voru erfiðar og voru látnar fara til að halda vinnufrið,“ segir Haraldur en rekur ekki nánar í hverju það fólst. Alana segist alveg geta tekið undir það að mórallinn í leikmannahópnum hafi ekki verið góður en það sé ekki þeim Steinunni að kenna. Hún vísaði í orð Björns Einarssonar, formanns Víkings, sem fundaði með þeim eftir brottreksturinn: „Bjössi orðaði það nákvæmlega þannig að þetta væri erfiður hópur, ekki bara við þrjár, en að við hefðum „orðið fyrir lestinni“,“ segir Alana. „Þarna finnst mér þjálfarinn þurfa að líta í eigin barm. Það er alla vega það sem ég myndi gera sem þjálfari,“ segir Steinunn og bætir við: „Mér finnst þetta frekar „ódýrt“. Drógum við þá bara vitlaust spjald? Og af hverju fengum við enga viðvörun? Þetta var ekki upplifun mín af því að vera í Víkingi.“ „Búið að vera gjörsamlega ömurlegt ferli“ Alana hyggur á háskólanám eftir veturinn og leiktíðin átti því að vera hennar síðasta, að minnsta kosti í bili. Steinunn var ekki með hugann við annað en að spila áfram með Víkingi og hjálpa til við að koma liðinu upp á við í íslenskum handbolta. Þeim sárnar bæði brottreksturinn og að hafa ekki fengið neina opinbera afsökunarbeiðni, og ætla að taka sér tíma í að ákveða hvort þær haldi áfram handbolta á öðrum vígstöðvum. Þeim þykir þó nauðsynlegt að segja frá sinni hlið með það í huga að aðrar dyr opnist. „Ég er rosalega á báðum áttum. Þetta er búið að vera gjörsamlega ömurlegt ferli fyrir mig andlega,“ segir Steinunn og bætir við: „Núna er ég svo meðvituð um þetta; Er ég að tjá mig of mikið? Er ég bara „hræðileg“ manneskja? Ég veit ekki hvort ég treysti mér til að fara eitthvert annað. Ég tók þá ákvörðun snemma þegar ég byrjaði hjá Víkingi að ég ætlaði ekki í annað lið. Mig langar að sjá uppbyggingu hérna. Svo kemur þetta. Ég þarf alla vega að jafna mig eftir þetta.“ Alana tekur undir það og bætir við: „Okkur væri ekki svona heitt í hamsi ef að við hefðum að minnsta kosti fengið afsökunarbeiðni. Við viljum ekki að þessi saga sverti mannorð okkar í handboltaheiminum.“
Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira