Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 10:00 Lee Sharpe vann nokkra titla með Manchester United og lék með enska landsliðinu áður en ferill hans fjaraði út. stöð 2 sport/getty/john peters Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. Mikla athygli vakti þegar þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Klippa: Foringjarnir - Jónas Þórhallsson um Lee Sharpe Sharpe hafði það orð á sér að vera skemmtanaglaður og kunna að lifa ljúfa lífinu. „Ég var búinn að heyra af því. Ég kynnti mér bakgrunninn hans og hafði samband við mann sem bjó í Manchester og hann sagði að það væri svolítið líferni á honum,“ sagði Jónas sem minntist þess að Sharpe hafi skrallað á Sjómannadaginn. „Það var eitt atvik á Sjómannahelginni þegar þeir duttu í það, eitthvað smá partí. Það varð frétt um allt. En þetta var of stórt fyrir okkur. Við vorum ekki tilbúnir í þetta á þessum tíma.“ Sharpe varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með United og þá vann hann Evrópukeppni bikarhafa með liðinu 1991. Hann var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á Englandi tímabilið 1990-91. Foringjarnir UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Klippa: Foringjarnir - Jónas Þórhallsson um Lee Sharpe Sharpe hafði það orð á sér að vera skemmtanaglaður og kunna að lifa ljúfa lífinu. „Ég var búinn að heyra af því. Ég kynnti mér bakgrunninn hans og hafði samband við mann sem bjó í Manchester og hann sagði að það væri svolítið líferni á honum,“ sagði Jónas sem minntist þess að Sharpe hafi skrallað á Sjómannadaginn. „Það var eitt atvik á Sjómannahelginni þegar þeir duttu í það, eitthvað smá partí. Það varð frétt um allt. En þetta var of stórt fyrir okkur. Við vorum ekki tilbúnir í þetta á þessum tíma.“ Sharpe varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með United og þá vann hann Evrópukeppni bikarhafa með liðinu 1991. Hann var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á Englandi tímabilið 1990-91.
Foringjarnir UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. 13. desember 2021 08:00