Lífið

Svona lítur fataskápur Dóru Júlíu út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóra Júlía á heldur betur fallegar flíkur.
Dóra Júlía á heldur betur fallegar flíkur.

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er á leiðinni í loftið með nýja þætti á Stöð 2 sem heita Þetta reddast þar sem hún fær skemmtilegt fólk til að elda með sér á meðan hún spjallar við það um alls konar hluti.

Sindri Sindrason leit við hjá Dóru á dögunum en hún býr í fallegri íbúð ásamt kærustunni sinni Báru.

Dóra er með sinn eigin fatasmekk og gengur um í fallegum flíkum þar sem litirnir eru áberandi.

„Ég er ekki þannig að ég er alltaf að kaupa mér eitthvað en ég á allt of mikið af fötum finnst mér,“ segir Dóra og heldur áfram.

„Ég er mjög dugleg að endurnýta hluti því hlutirnir fara alltaf í hringi. Ég á kjól frá því í tíunda bekk og ég er núna 29 ára,“ segir Dóra sem fór í gegnum fataskápinn með Sindra.

Dóra er í masternámi í listfræði og segist finna sig vel í því námi en í innslagi Íslands í dag var farið yfir þættina. Í þáttunum fær hún til sín Æði drengina, Pál Óskar, Katrínu Jakobsdóttur, Annie Mist, Flóna og svo á eftir að tilkynna um þrjá gesti.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×