Rakel Dögg: Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 12:00 Rakel Dögg Bragadóttir sést hér koma skilaboðum til skila til sinna leikmanna í Stjörnuliðinu. Vísir/Vilhelm Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar í Olís deild kvenna í handbolta, var í viðtali í jólaþætti Seinni bylgjunnar og ræddi meðal þá staðreynd að hún sé eina konan sem þjálfar í kvennadeildinni á þessu tímabili. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira