„Aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 09:30 Kevin Na og Jason Kokrak í viðtalinu eftir að hafa unnið sigur í gær. Getty/Cliff Hawkins Tveir vinir kylfingsins Kevins Na hafa fallið frá síðasta mánuðinn og hann minntist þeirra í tilfinningaþrungnu viðtali eftir að hafa ásamt Jason Kokrak unnið sigur á QBE Shootout paramótinu í golfi í gær. Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Na og Kokrak fengu fugla á 12 af síðustu 13 holunum þegar leikið var í fjórbolta í gær, á lokadegi mótsins, og tryggðu sér þar með dramatískan sigur á mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þeir enduðu höggi á undan Billy Horschel og Sam Burns. Klippa: Na og Kokrak áttu frábæran lokahring Dramatískur sigurinn var þó Na ekki efstur í huga þegar hann mætti í viðtal í gær enda síðastliðinn mánuður verið honum afar erfiður. „Ég missti tvo góða vini mína síðastliðinn mánuð. Annar þeirra var Kenny Lee, náungi frá Vegas [þar sem Na er búsettur] sem hefur þar mikil áhrif. Hinn er æskuvinur minn, Dusty Smith, sem ég ólst upp með og spilaði golf með í Western Hills golfklúbbnum í Kaliforníu. Hann fékk hjartaáfall, og þetta hafði mikil áhrif á mig. Við eigum minningar um hann frá því að hann kom á The Masters, hann var kylfusveinn fyrir mig á U.S. Junior, U.S. Am og Pro Golf mótum,“ sagði Na. "I've never cried so much in the past month."Today was an emotional win for @KevinNa915 after he recently lost two very close friends. pic.twitter.com/9XNw8i8qWD— PGA TOUR (@PGATOUR) December 12, 2021 „Ég hef aldrei grátið eins mikið og síðastliðinn mánuð. Ég held að hann hafi verið þarna uppi að hjálpa okkur. Mig langar að þakka þeim báðum og ég held að þetta hefði ekki verið mögulegt án þeirra,“ sagði Na. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira