Elexír við virkjanaáráttu? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. desember 2021 19:30 Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar