„Ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. desember 2021 18:31 Björk Lárusdóttir kom opinberlega út sem trans fyrr á árinu. Ráðist var á hana tvívegis í sumar, bæði kynferðislega og líkamlega, en hún vill nú varpa ljósi á stöðu trans kvenna í samfélaginu. Vísir/Arnar Ung trans kona sem brotið var á tvívegis á árinu segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Hún segir að litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. Opna þurfi umræðuna um málefni trans kvenna þar sem margt er ekki í lagi. Hin 26 ára gamla Björk Lárusdóttir kom opinberlega út sem trans fyrir um ári síðan en hún opnaði sig á samfélagsmiðlum á dögunum um kynferðisofbeldi sem hún varð tvívegis fyrir á árinu. Ráðist var á hana bæði kynferðislega og líkamlega í bæði skiptin en í fyrra tilfellinu var um að ræða mann sem hún hafði hitt á stefnumótaforriti. Samskipti þeirra hafi lofað góðu til að byrja með og hún boðið honum heim til sín í lok júlí. „Hann kemur til mín og ég er varla búin að loka hurðinni og þá ræðst hann á mig, slær mig og kyrkir mig og þess háttar, og svo brýtur hann á mér,“ segir Björk. „Það versta við þetta allt voru orðin sem voru notuð, ég ætla ekki að nota sömu orð og hann notaði en það sem hann sagði var bara; þegiðu, þú veist þú átt þetta skilið, trans … og já það kemur ljótt orð á eftir.“ Eftir árásina lét maðurinn eins og ekkert hefði gerst og lét sig hverfa. Þegar Björk áttaði sig á alvarleika málsins og ætlaði að tala við manninn var hann horfinn og hefur hún enga leið til að hafa uppi á honum. „Ég sagði ekki neinum frá, ég gjörsamlega einangraði mig og fór bara illa með sjálfa mig,“ segir Björk. Frelsissvipt í sex klukkustundir Hún var loksins byrjuð að koma sér aftur á fætur þegar hún varð fyrir annarri árás en þá var um að ræða mann sem hún hafði verið að hitta fyrr á árinu. Björk ákvað að slíta sambandinu og tók maðurinn því ekki vel. Um miðjan ágúst braust maðurinn inn til hennar og réðst á hana. „Þessi atburðarrás var bara þannig að þetta var í rauninni bara frelsissvipting sem að var í sex klukkustundir, þar sem hann læsti mig inn í herberginu mínu, kom inn reyndi hluti og ég streittist á móti, vildi að hann færi, vildi ekki að hann væri þarna,“ lýsir Björk. „Hann brjálaðist og gafst upp, fór fram, blótaði mér gjörsamlega í sand og ösku, hótaði mér lífláti. En þarna kom einmitt fram kom fram dæmi um þessa fyrirlitningu, út af því að ég er trans kona, hann segir; ef þú segir einhverjum frá því að við höfum verið saman þá drep ég þig, ég vil sko ekki vera kenndur við konu eins og þig,“ lýsir Björk. Um hatursglæpi að ræða „Eftir þetta þá gjörsamlega hrundi líf mitt. Ég bara gjörsamlega týndi sjálfri mér og hugsaði bara af hverju er ég að þessu, er þetta eina sem er í boði fyrir mig,“ segir Björk. Hún lýsir árásunum sem hún varð fyrir sem hatursglæpum þar sem báðir mennirnir sögðu að hún ætti þetta skilið því hún væri trans. Hún kærði manninn sem braut á henni í ágúst en hefur ekkert heyrt af því máli og kveðst hún hafa litla trú á réttarkerfinu. „Ég er ekkert saklaus með þetta allt saman, og eins og ég segi að ég hef alveg dottið í þá gryfju og svona gefist upp og hugsað að þetta sé bara það eina sem er í boði, tekið þátt í því og einhvern veginn spilað með,“ segir Björk. „En ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér.“ Litið sé á trans konur sem blæti Björk segir að um sé að ræða ákveðna nauðgunarmenningu þar sem litið er á trans konur sem einhvers konar blæti. „Það er eins og það sé ákveðinn hópur sem að finnst meira í lagi að brjóta á og fara yfir mörk trans kvenna heldur en kvenna sem fæðast í réttum líkama,“ segir Björk. Slíkt viðhorf finnist víða, til að mynda hér á Íslandi. Sjálf hefur Björk sætt miklu áreiti fyrir það eitt að vera trans og fengið mörg viðbjóðsleg skilaboð. „Þetta litla, sæta, fallega, saklausa Ísland er bara ekki svo saklaust. Þetta er bara svolítið underground dæmi sem þarf að varpa ljósi á. Það er svo margt sem er ekki í lagi og sem er ekki talað um,“ segir Björk. Björk hefur fengið fjölmörg ógeðsleg skilaboð einfaldlega vegna þess að hún er trans. Hún bendir á að það séu margir úti í samfélaginu sem segist styðja baráttu trans kvenna en það sé einfaldlega ekki nóg að vera bara í klappstýruliðinu. Aðgerðir þurfi að fylgja orðum og fólk þurfi að berjast með þeim. Þá þurfi kerfið einnig að hlusta betur á trans konur. Nefnir hún þar meðal annars kynleiðréttinga aðgerðir en allar slíkar aðgerðir hafa verið settar á bið vegna Covid þar sem ekki er talið að um sé að ræða lífsnauðsynlega aðgerð. Björk segir þó að margar aðrar trans konur á Íslandi sem eru að bíða eftir aðgerð líti öðruvísi á málið. „Það eru sumar sem eru bara það þunglyndar og leiðar að þær eru tilbúnar til að enda líf sitt. Og þá spyr maður sig, er þetta þá ekki nauðsynleg aðgerð?“ Er sjálf að nálgast hamingjuna Hún bendir á að allar trans konur vilji einfaldlega fá að lifa sínu lífi og vera hamingjusamar. Þrátt fyrir að stór skref hafi verið tekin í baráttu trans einstaklinga undanfarin ár þurfi að opna umræðuna enn frekar. Sjálf lýsir Björk því að hún hafi alltaf vitað að hún væri stelpa og segist loksins vera að finna sjálfa sig eftir 26 ár. „Það leikur sér enginn að því að fara í gegnum leiðréttingarferli því þetta er ógeðslega erfitt, en ég finn að ég er að nálgast hamingjuna. Ég er orðin ég sjálf loksins,“ segir Björk. Málefni transfólks Hinsegin Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Hin 26 ára gamla Björk Lárusdóttir kom opinberlega út sem trans fyrir um ári síðan en hún opnaði sig á samfélagsmiðlum á dögunum um kynferðisofbeldi sem hún varð tvívegis fyrir á árinu. Ráðist var á hana bæði kynferðislega og líkamlega í bæði skiptin en í fyrra tilfellinu var um að ræða mann sem hún hafði hitt á stefnumótaforriti. Samskipti þeirra hafi lofað góðu til að byrja með og hún boðið honum heim til sín í lok júlí. „Hann kemur til mín og ég er varla búin að loka hurðinni og þá ræðst hann á mig, slær mig og kyrkir mig og þess háttar, og svo brýtur hann á mér,“ segir Björk. „Það versta við þetta allt voru orðin sem voru notuð, ég ætla ekki að nota sömu orð og hann notaði en það sem hann sagði var bara; þegiðu, þú veist þú átt þetta skilið, trans … og já það kemur ljótt orð á eftir.“ Eftir árásina lét maðurinn eins og ekkert hefði gerst og lét sig hverfa. Þegar Björk áttaði sig á alvarleika málsins og ætlaði að tala við manninn var hann horfinn og hefur hún enga leið til að hafa uppi á honum. „Ég sagði ekki neinum frá, ég gjörsamlega einangraði mig og fór bara illa með sjálfa mig,“ segir Björk. Frelsissvipt í sex klukkustundir Hún var loksins byrjuð að koma sér aftur á fætur þegar hún varð fyrir annarri árás en þá var um að ræða mann sem hún hafði verið að hitta fyrr á árinu. Björk ákvað að slíta sambandinu og tók maðurinn því ekki vel. Um miðjan ágúst braust maðurinn inn til hennar og réðst á hana. „Þessi atburðarrás var bara þannig að þetta var í rauninni bara frelsissvipting sem að var í sex klukkustundir, þar sem hann læsti mig inn í herberginu mínu, kom inn reyndi hluti og ég streittist á móti, vildi að hann færi, vildi ekki að hann væri þarna,“ lýsir Björk. „Hann brjálaðist og gafst upp, fór fram, blótaði mér gjörsamlega í sand og ösku, hótaði mér lífláti. En þarna kom einmitt fram kom fram dæmi um þessa fyrirlitningu, út af því að ég er trans kona, hann segir; ef þú segir einhverjum frá því að við höfum verið saman þá drep ég þig, ég vil sko ekki vera kenndur við konu eins og þig,“ lýsir Björk. Um hatursglæpi að ræða „Eftir þetta þá gjörsamlega hrundi líf mitt. Ég bara gjörsamlega týndi sjálfri mér og hugsaði bara af hverju er ég að þessu, er þetta eina sem er í boði fyrir mig,“ segir Björk. Hún lýsir árásunum sem hún varð fyrir sem hatursglæpum þar sem báðir mennirnir sögðu að hún ætti þetta skilið því hún væri trans. Hún kærði manninn sem braut á henni í ágúst en hefur ekkert heyrt af því máli og kveðst hún hafa litla trú á réttarkerfinu. „Ég er ekkert saklaus með þetta allt saman, og eins og ég segi að ég hef alveg dottið í þá gryfju og svona gefist upp og hugsað að þetta sé bara það eina sem er í boði, tekið þátt í því og einhvern veginn spilað með,“ segir Björk. „En ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér.“ Litið sé á trans konur sem blæti Björk segir að um sé að ræða ákveðna nauðgunarmenningu þar sem litið er á trans konur sem einhvers konar blæti. „Það er eins og það sé ákveðinn hópur sem að finnst meira í lagi að brjóta á og fara yfir mörk trans kvenna heldur en kvenna sem fæðast í réttum líkama,“ segir Björk. Slíkt viðhorf finnist víða, til að mynda hér á Íslandi. Sjálf hefur Björk sætt miklu áreiti fyrir það eitt að vera trans og fengið mörg viðbjóðsleg skilaboð. „Þetta litla, sæta, fallega, saklausa Ísland er bara ekki svo saklaust. Þetta er bara svolítið underground dæmi sem þarf að varpa ljósi á. Það er svo margt sem er ekki í lagi og sem er ekki talað um,“ segir Björk. Björk hefur fengið fjölmörg ógeðsleg skilaboð einfaldlega vegna þess að hún er trans. Hún bendir á að það séu margir úti í samfélaginu sem segist styðja baráttu trans kvenna en það sé einfaldlega ekki nóg að vera bara í klappstýruliðinu. Aðgerðir þurfi að fylgja orðum og fólk þurfi að berjast með þeim. Þá þurfi kerfið einnig að hlusta betur á trans konur. Nefnir hún þar meðal annars kynleiðréttinga aðgerðir en allar slíkar aðgerðir hafa verið settar á bið vegna Covid þar sem ekki er talið að um sé að ræða lífsnauðsynlega aðgerð. Björk segir þó að margar aðrar trans konur á Íslandi sem eru að bíða eftir aðgerð líti öðruvísi á málið. „Það eru sumar sem eru bara það þunglyndar og leiðar að þær eru tilbúnar til að enda líf sitt. Og þá spyr maður sig, er þetta þá ekki nauðsynleg aðgerð?“ Er sjálf að nálgast hamingjuna Hún bendir á að allar trans konur vilji einfaldlega fá að lifa sínu lífi og vera hamingjusamar. Þrátt fyrir að stór skref hafi verið tekin í baráttu trans einstaklinga undanfarin ár þurfi að opna umræðuna enn frekar. Sjálf lýsir Björk því að hún hafi alltaf vitað að hún væri stelpa og segist loksins vera að finna sjálfa sig eftir 26 ár. „Það leikur sér enginn að því að fara í gegnum leiðréttingarferli því þetta er ógeðslega erfitt, en ég finn að ég er að nálgast hamingjuna. Ég er orðin ég sjálf loksins,“ segir Björk.
Málefni transfólks Hinsegin Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira