Finnbogi segir Bergsvein ljúga Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 16:08 Enn færist hiti í deilur þeirra Finnboga og Bergsveins. Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. Deilur þeirra Finnboga og Bergsveins hófust þegar sá fyrrnefndi steig fram í gær með ásakanir um ritstuld. Samkvæmt Finnboga hafði Bergsveinn notað sama orðalag í bók sinni Svar við bréfi Helgu, sem kom út árið 2010, og Finnbogi notaði í bókinni Einræður Steinólfs frá árinu 2003. Bergsveinn svaraði þessum ásökunum Finnboga í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi þar sem hann sagði Finnboga kasta steinum úr glerhúsi og sagði hann ekki hafa gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs til prentunar heldur hafi það verið Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifaði Bergsveinn. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Er innanbrjósts eins og Jóni þjófi Mynd úr bók Finnboga.Finnbogi Hermannsson Finnbogi hefur nú svarað grein Bergsveins og segir Bergsvein ljúga og birtir ljósmynd til að sanna mál sitt. „Það er fyrst til að taka, að ég, Finnbogi, er hjartanlega sammála skáldinu Bergsveini Birgissyni um að mig skorti frumleika. Ég hef verið að leita að frumleika allt mitt líf og reynt að byggja hann upp í bráðum 80 ár en er ekki kominn lengra en sem þessu nemur,“ skrifar Finnbogi og bætir svo við. „Aftur á móti sýnist mér það ekki mjög frumlegt að ljúga því blákalt á prenti að ég hafi endurútgefið Einræður Steinólfs bónda í Fagradal án þess að útgáfuréttur hans væri virtur og hans ekki getið aftan við C-ið. Þar stendur C Finnbogi Hermannsson/Steinólfur Lárusson.“ Samskipti við fjölskylduna með ágætum Þá segir Finnbogi að það hafi verið Steinólfur sjálfur sem hafi beðið hann að skrifa ævisögu sína árið 2002. Hann segir bókina hafa verið metsölubók árið 2003 og prentuð tvisvar ári seinna. Þar sem bókin hafi fljótt orðið uppseld hafi hann ákveðið að gefa hana út árið 2019 með viðbótum. Í greininni sem birtist í gær skrifaði Bergsveinn að Finnbogi hefði nýtt sér það að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður og tekið handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann þegar hann gaf bókina út að nýju árið 2019. „Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“ Þessu hafnar Finnbogi og segir samskiptin við fjölskylduna hafa verið góð. „Tók ég viðtöl við öll börn hans um uppvöxtinn í Fagradal og færði inn í bókina. Öll voru þau samskipti með ágætum. Því finnst mér þurfa mikinn og merkilegan frumleika til að halda öðru fram,“ skrifar Finnbogi í svari sínu í dag og bætir við. „Raunar er þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds sem staðinn hefur verið að ritstuldi á sjö ára gömlu efni frá skáldyrðingi vestur á fjörðum. Eitthvert fimbulfamb um frændsemi og því um líkt er út í hött. Lýk ég svo þessu svari við bréfi Bergsveins og óska honum alls velfarnaðar.“ Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira
Deilur þeirra Finnboga og Bergsveins hófust þegar sá fyrrnefndi steig fram í gær með ásakanir um ritstuld. Samkvæmt Finnboga hafði Bergsveinn notað sama orðalag í bók sinni Svar við bréfi Helgu, sem kom út árið 2010, og Finnbogi notaði í bókinni Einræður Steinólfs frá árinu 2003. Bergsveinn svaraði þessum ásökunum Finnboga í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi þar sem hann sagði Finnboga kasta steinum úr glerhúsi og sagði hann ekki hafa gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs til prentunar heldur hafi það verið Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifaði Bergsveinn. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Er innanbrjósts eins og Jóni þjófi Mynd úr bók Finnboga.Finnbogi Hermannsson Finnbogi hefur nú svarað grein Bergsveins og segir Bergsvein ljúga og birtir ljósmynd til að sanna mál sitt. „Það er fyrst til að taka, að ég, Finnbogi, er hjartanlega sammála skáldinu Bergsveini Birgissyni um að mig skorti frumleika. Ég hef verið að leita að frumleika allt mitt líf og reynt að byggja hann upp í bráðum 80 ár en er ekki kominn lengra en sem þessu nemur,“ skrifar Finnbogi og bætir svo við. „Aftur á móti sýnist mér það ekki mjög frumlegt að ljúga því blákalt á prenti að ég hafi endurútgefið Einræður Steinólfs bónda í Fagradal án þess að útgáfuréttur hans væri virtur og hans ekki getið aftan við C-ið. Þar stendur C Finnbogi Hermannsson/Steinólfur Lárusson.“ Samskipti við fjölskylduna með ágætum Þá segir Finnbogi að það hafi verið Steinólfur sjálfur sem hafi beðið hann að skrifa ævisögu sína árið 2002. Hann segir bókina hafa verið metsölubók árið 2003 og prentuð tvisvar ári seinna. Þar sem bókin hafi fljótt orðið uppseld hafi hann ákveðið að gefa hana út árið 2019 með viðbótum. Í greininni sem birtist í gær skrifaði Bergsveinn að Finnbogi hefði nýtt sér það að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður og tekið handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann þegar hann gaf bókina út að nýju árið 2019. „Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“ Þessu hafnar Finnbogi og segir samskiptin við fjölskylduna hafa verið góð. „Tók ég viðtöl við öll börn hans um uppvöxtinn í Fagradal og færði inn í bókina. Öll voru þau samskipti með ágætum. Því finnst mér þurfa mikinn og merkilegan frumleika til að halda öðru fram,“ skrifar Finnbogi í svari sínu í dag og bætir við. „Raunar er þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds sem staðinn hefur verið að ritstuldi á sjö ára gömlu efni frá skáldyrðingi vestur á fjörðum. Eitthvert fimbulfamb um frændsemi og því um líkt er út í hött. Lýk ég svo þessu svari við bréfi Bergsveins og óska honum alls velfarnaðar.“
Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Sjá meira