Er málið svo einfalt að gera þá kröfu að gerendur hætti sjálfir að beita ofbeldi? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 12. desember 2021 16:30 Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar