Árlegar skattahækkanir Starri Reynisson skrifar 12. desember 2021 16:00 Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Áfengi og tóbak Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun