Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 16:38 Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri Syndis. Vísir/Baldur Hrafnkell Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum. Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum.
Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira