Handbolti

Frábær viðsnúningu Japana | Öruggt hjá Ungverjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Japan vann virkilega sterkan endurkomusigur í kvöld.
Japan vann virkilega sterkan endurkomusigur í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í milliriplum Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Japan vann virkilega góðan sigur gegn Austurríki eftir að hafa verið fimm mörkum undir snemma í seinni hálfleik og Ungverjar unnu sannfærandi átta marka sigur gegn Kongó.

Austurrísku stelpurnar byrjuðu af miklum krafti gegn þeim japönsku og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. Eftir það jafnaðist leikurinn út, en þær Austurrísku héldu fjögurra til fimm marka forskoti út hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-15, Austurríki í vil.

Þær Austurrísku komust aftur í fimm marka forskot snemma í seinni hálfleik í stöðunni 21-16, en þá tók við góður gafli japanska liðsins þar sem þær minnkuðu muninn niður í eitt mark. Japanska liðið var þó enn að elta, en þær náðu loksins að komast yfir þegar um fimm mínútur voru til leiksloka í stöðunni 28-27. Japanska liðið hélt út og vann virkilega sterkan tveggja marka sigur, 32-30.

Japan er nú í þriðja sæti riðilsins fjögur stig, en Austurríki situr hins vegar sem fastast á botninum án stiga.

Leikur Ungverja og Kongó bauð ekki upp á jafn mikla spennu, en ungversku stelpurnar tóku afgerandi forystu snemma leiks. Þær fóru með átta marka forskot inn í hálfleikinn, og héldu því út leikinn. Lokatölur 30-22, en Ungverjaland situr nú í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Kongó er enn án stiga á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×