Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2021 19:10 Dauðsföllin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír núverandi og fyrrverandi starfsmenn HSS hafa réttarstöðu sakbornings. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. Lögreglurannsókn stendur yfir vegna gruns um að andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hið minnsta hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti auk þess sem fimm önnur mál eru til skoðunar. Skúli Tómas Gunnlaugsson er talinn hafa borið ábyrgð á dauðsföllunum með því að hafa sett sjúklinga sína í lífslokameðferð að óþörfu. Að minnsta kosti tvær kærur til viðbótar verða lagðar fram á næstu dögum, að sögn Evu Hauksdóttur lögmanns. Eva er sömuleiðis aðstandandi í málinu en hún segir fjölda fólks hafa haft samband við sig síðustu mánuði. Þriðja kæran sé í skoðun, og verða þær þá fjórtán í heildina. Rannsakað sem manndráp af ásetningi Málið er rannsakað sem brot á 211 gr. almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp af ásetningi. Viðurlögin eru ævilangt fangelsi. Tveir aðrir hafa réttarstöðu sakbornings; annar læknir og hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, verði ákært í málinu. Skúli Tómas var sviptur starfsréttindum sínum vegna málsins en fékk þau að hluta að nýju í síðasta mánuði, og starfar nú á Landspítalanum. Starfsfólk Landspítala sem fréttastofa hefur rætt við hefur furðað sig á því að hann sé við störf á meðan rannsókn stendur yfir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort það eigi alfarið að vera á ábyrgð Landspítala að meta það hvort heilbrigðisstarfsmaður sé áfram við störf á meðan lögreglurannsókn stendur yfir, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki hafa skoðanir á því. „Ég ætla ekkert að kveða upp dóma um það. Við erum með lög og reglur um þessi mál í hvaða farvegi þau eiga að vera, hverjir eru með eftirlit með þessu og fari yfir þetta. Þannig að það verður bara að vera í þeim farvegi. Þar til við fáum upplýsingar um eitthvað annað, að það sé óeðlilegt, þá verður að breyta slíku verkferli,“ segir Willum. Þá segist hann ekki treysta sér til að tjá sig um hvort gera þurfi breytingar á verkferlum, þannig að mál af þessum toga fari ákveðnar leiðir í kerfinu. „Það kann að vera en ég ætla ekki að dæma um það hér og nú,“ segir Willum, en sonur konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð hjá Skúla Tómasi, hefur furðað sig á því að læknir, sem nýverið var sakaður um kynferðislega áreitni hafi verið sendur í leyfi – en ekki læknir sem sætir sakamálarannsókn. Þá segist Willum ekki ætla að kalla eftir upplýsingum um málið að svo stöddu. „Ekki beinlínis um þessa stöðu en það mun koma í ljós í þessari vinnu við þetta mál og þá mun þetta væntanlega koma á mitt borð,“ segir hann. Málið sé hins vegar alvarlegt. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Landspítalanum vegna málsins, en alltaf verið hafnað. Hins vegar fengust þær upplýsingar í dag að send verði út yfirlýsing eftir helgi. Þá hefur Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hafnað viðtali frá því að málið kom upp í febrúar en málin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lögreglurannsókn stendur yfir vegna gruns um að andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hið minnsta hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti auk þess sem fimm önnur mál eru til skoðunar. Skúli Tómas Gunnlaugsson er talinn hafa borið ábyrgð á dauðsföllunum með því að hafa sett sjúklinga sína í lífslokameðferð að óþörfu. Að minnsta kosti tvær kærur til viðbótar verða lagðar fram á næstu dögum, að sögn Evu Hauksdóttur lögmanns. Eva er sömuleiðis aðstandandi í málinu en hún segir fjölda fólks hafa haft samband við sig síðustu mánuði. Þriðja kæran sé í skoðun, og verða þær þá fjórtán í heildina. Rannsakað sem manndráp af ásetningi Málið er rannsakað sem brot á 211 gr. almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp af ásetningi. Viðurlögin eru ævilangt fangelsi. Tveir aðrir hafa réttarstöðu sakbornings; annar læknir og hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, verði ákært í málinu. Skúli Tómas var sviptur starfsréttindum sínum vegna málsins en fékk þau að hluta að nýju í síðasta mánuði, og starfar nú á Landspítalanum. Starfsfólk Landspítala sem fréttastofa hefur rætt við hefur furðað sig á því að hann sé við störf á meðan rannsókn stendur yfir. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Aðspurður um hvort það eigi alfarið að vera á ábyrgð Landspítala að meta það hvort heilbrigðisstarfsmaður sé áfram við störf á meðan lögreglurannsókn stendur yfir, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki hafa skoðanir á því. „Ég ætla ekkert að kveða upp dóma um það. Við erum með lög og reglur um þessi mál í hvaða farvegi þau eiga að vera, hverjir eru með eftirlit með þessu og fari yfir þetta. Þannig að það verður bara að vera í þeim farvegi. Þar til við fáum upplýsingar um eitthvað annað, að það sé óeðlilegt, þá verður að breyta slíku verkferli,“ segir Willum. Þá segist hann ekki treysta sér til að tjá sig um hvort gera þurfi breytingar á verkferlum, þannig að mál af þessum toga fari ákveðnar leiðir í kerfinu. „Það kann að vera en ég ætla ekki að dæma um það hér og nú,“ segir Willum, en sonur konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð hjá Skúla Tómasi, hefur furðað sig á því að læknir, sem nýverið var sakaður um kynferðislega áreitni hafi verið sendur í leyfi – en ekki læknir sem sætir sakamálarannsókn. Þá segist Willum ekki ætla að kalla eftir upplýsingum um málið að svo stöddu. „Ekki beinlínis um þessa stöðu en það mun koma í ljós í þessari vinnu við þetta mál og þá mun þetta væntanlega koma á mitt borð,“ segir hann. Málið sé hins vegar alvarlegt. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Landspítalanum vegna málsins, en alltaf verið hafnað. Hins vegar fengust þær upplýsingar í dag að send verði út yfirlýsing eftir helgi. Þá hefur Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hafnað viðtali frá því að málið kom upp í febrúar en málin sem eru til rannsóknar áttu sér öll stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Tengdar fréttir Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. 1. desember 2021 18:41
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50