Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2021 09:26 Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“ Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“
Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20