Er ekki komið nóg? Pétur G. Markan skrifar 10. desember 2021 13:30 Ríkið þrengir að lífæð fólksins í landinu Það vekur athygli á þessu tímum, þegar stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að verja bæði fyrirtæki og einstaklinga fyrir því gríðarlega tekjufalli sem svo margir urðu fyrir í kjölfar covid 19, að lesa það í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að „þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 985 kr. á mánuði árið 2022 fyrir hvern einstakling...“. Sóknargjaldið skal með öðrum orðum skert verulega fjórtánda árið í röð og raunar að þessu sinni lækkað um 8,8% milli ára eða úr 1080 kr. á mánuði í 985 kr. Áfram skal því, skv. þessari tillögu, gengið í sjóði trúfélaganna með því að skerða með valdboði lögmæt félagsgjöld þeirra. Trúfélögin munu því enn eitt árið verða fyrir fordæmalausu tekjufalli þar sem tekjurnar verða nú aðeins um 51% af því sem vera ætti skv. lögum um sóknargjöld. Hefði því sannarlega mátt ætla að hér væri ekki síður tilefni til björgunaraðgerða en nú eru uppi gagnvart ýmsum öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Sóknargjaldið verður skv. frumvarpinu, eins og áður sagði, aðeins kr. 985 á mánuði á næsta ári í stað a.m.k. 1915 kr. eins og vera ætti ef lögum um sóknargjaldið væri framfylgt. Og raunar er gengið enn lengra í fyrirliggjand frumvarpi, þar sem er gert ráð fyrir enn auknum niðurskurði árin 2023 og 2024! Þetta er með öllu fordæmalaus niðurskurður, sem hófst árið 2009 og hefur engan enda tekið síðan og er því algjörlega úr takti við allar þær aðgerðir aðrar sem gripið var til eftir bankahrunið. Um þessa staðreynd er í raun engin ágreiningur, enda hafa tveir starfshópar skipaðir af innanríkisráðherra, og raunar ýmsir aðrir sérfræðingar, sem ráðherrar hafa kallað til, staðfest það með óyggjandi hætti, að trúfélögin hafi orðið fyrir miklu mun meiri skerðingu en nokkrir aðrir aðilar í þeim neyðarráðsstöfunum sem gripið var til eftir bankahrunið. Auk þess sem slíkum ráðstöfunum er auðvitað löngu lokið gagnvart öðrum aðilum, þótt þeim sé enn haldið áfram af fullum þunga gagnvart sóknargjaldinu. Alls nemur uppsöfnuð skerðing sóknargjaldsins á þessum 14 árum 19,05 milljörðum kr. ef fyrirliggjandi fjárlagatillaga fyrir árið 2022 verður samþykkt. Það munar sannarlega um minna, enda samsvarar þessi upphæð heildarframlagi ríkissjóðs til landhelgisgæslunnar eða sjávarútvegsmála sl. þrjú og hálft ár. Hefur þetta gríðarlega tekjufall enda orðið til þess, að margar sóknir landsins eru komnar að fótum fram fjárhagslega. Lítið eða ekkert viðhald hefur verið á mörgum kirkjum og safnaðarheimilum í rúman áratug þannig að nú eru víða kominn upp gríðarleg vandamál vegna leka, myglu og annara afleiðinga af vanræktu viðhaldi og jafnvel kirkjubrunar sem rekja má beint til vanrækts viðhalds. Sömuleiðis hefur víða dregið verulega úr öllu starfi og þjónustu vegna fjárhagsþrenginga safnaðanna. Og það á sama tíma og opinberir aðilar beina sífellt fleirum til kirkjunnar í von um félagslega og fjárhagslega aðstoð þegar stofnanirnar hafa ekki önnur ráð. Og nú er jafnvel svo komið, að sóknirnar fá varla lán eða aðra fyrirgreiðslu, eins og t.d. skuldbreytingar, í viðskiptabönkunum þar söfnuðirnir teljast ekki lengur traustir viðskiptamenn vegna bágs fjárhags. Það má því segja að þeim séu nú allar bjargir bannaðar. Margoft hefur verið við því varað á liðnum árum, að í þessar aðstæður stefndi, en viðbrögð stjórnvalda verið lítil sem engin. Einu viðbrögðin hafa í raun verið þau, að benda söfnuðunum á það, ár eftir ár, að beita bara aukinni hagræðingu til að bregðast við þessum aðstæðum. Það ætti að vera öllum ljóst, að það getur enginn hagrætt ár eftir ár í fjórtán ár til að mæta því, að tekjurnar hafi að lokum lækkað um helming eins og nú er orðið. Slík “hagræðing“ leiðir að lokum aðeins til niðurskurðar á mikilvægum verkefnum, vanskila og niðurníðslu fasteigna, svo eitthvað sé nefnt. Eða hvað skyldi annars vera til ráða þegar söfnuðunum, í kjölfar niðurskurðar liðinna ára, er nú á næsta ári ætlað að lifa á enn lækkuðum tekjum þátt fyrir hækkuð laun, hækkaðan tilkostnað og áframhaldandi óbreyttar vaxtagreiðslur af lánum? M.ö.o 8.8% lækkun tekna á meðan gera má ráð fyrir 4-5% hækkun verðlags! Er ekki löngu komið nóg? Nú veit ég það, að ýmsir halda því fram að hér sé bara allt með feldu og ríkisvaldið geti bara ákveðið það sjálft á fjárlögum hvaða framlagi skuli varið til þessa málaflokks. En sé slíku haldið fram, þá er með alvarlegum hætti horft fram hjá mikilvægum staðreyndum um raunverulega stöðu sóknargjaldsins. Því þar er ekki um framlag ríkisins til trúfélaganna að ræða, eins og svo oft er látið í veðri vaka, heldur er hér um að ræða skil ríkisins, sem innheimtuaðila, á innheimtum félagsgjöldum trúfélaganna. Til að útskýra þess staðreynd aðeins nánar skal eftirfarandi rifjað upp: Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1987 upp vildi ríkisvaldið útrýma svokölluðum “nefsköttum”, sem áður voru innheimtir af gjaldheimtum sveitarfélaganna, en þær voru við þessa breytingu lagðar niður. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að innheimta og síðan skila sóknargjöldum til réttra aðila, sem tiltekið hlutfall af tekjuskatti, nákvæmlega með sama hætti og ríkisvaldið tók við þessa breytingu að sér að innheimta útsvarið fyrir sveitarfélögin. Var þetta fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir, að það meginsjónarmið hafi verið haft við tillögugerðina, að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt, að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum þeirra. Þá segir í greinargerðinni, að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir, að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjárhagsáætlanir á þeim. Í framsöguræðu með frumvarpinu tók ráðherra sérstaklega fram, að með þessari breytingu væri ekki um að ræða neina breytingu á þeirri staðreynd, að hér væri um ræða félagsgjöld trúfélaganna, sem ríkið tæki nú að sér að innheimta. Upphæð sóknargjaldsins var síðan reiknað inn í heildarálagningu opinberra gjalda með nákvæmlega sama hætti og gert var með útsvarið og hefur verið innheimt skv. því viðmiði alla tíð síðan. Nú blasir það hinsvegar við, að við þetta fyrirkomulag, sem tekið var upp árið 1987, hefur ekki verið staðið hvað sóknargjaldið varðar allt frá árinu 2009, heldur hafa allir samningar sem þar lágu að baki verið brotnir og loforð svikin. Staðreyndin er m.ö.o. sú, að skil ríkisins á innheimtum sóknargjöldum hafa verið skorin þannig niður, að ríkið stendur trúfélögunum aðeins skil á rétt rúmlega helmingi þeirra sóknargjalda sem innheimt eru, eða nánar tiltekið 51%. Afgangurinn er hreinlega látinn renna í ríkissjóð. Verður það að teljast nokkuð rausnarleg innheimtuþóknun, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sumir vildu jafnvel taka sér í munn mun sterkari orð um þetta framferði og halda því fram, að farið hafi verið ófrjálsri hendi um sjóði trúfélaganna. Núverandi fjármálaráðherra komst m.a. þannig að orði í samtali við undirritaðan árið 2013, að hér væri í raun um ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar að ræða. Hlýtur það því að vera skýlaus krafa trúfélaganna, að þessi mál verði skoðuð í alvöru og síðan gengið til samninga um að leiðrétta a.m.k. eitthvað af þeirri skerðingu, sem orðin er. Því vart verður því trúað, að stjórnvöld ætli sér í alvöru að leggja starfsemi trúfélaganna endanlega í rúst eins og nú virðist stefna í og stefna með því trúfrelsi á Íslandi í hættu! Fyrsta skrefið í slíkri leiðréttingu gæti þá t.d. verið það, að sóknargjaldið fyrir árið 2022 verði að lágmarki hækkað um sömu upphæð og sóknargjaldið var hækkað í fyrra að viðbættri þeirri hækkun sem hefði átt að verða milli áranna 2021 og 2022 skv. sóknargjaldalögunum væri það ekki skert. Sóknir landsins bera uppi sálgæslustarf, mannúðar og velferðarstarf, barna og æskulýðsstarf, eldriborgarastarf, messuhald, andlegt ræktarumhverfi og menningarstarf vítt í kringum landið. Sóknir landsins eru hryggjastykkið í fjölmörgum samfélögum, andlegt líf, sálgæsla og menningarvettvangur fólksins, sem greiðir sóknargjald fyrir þessa þjónustu. Hitt er og rammar inn einstakt mikilvægi sókna landsins; sóknir landsins spyrja ekki um trúfélagsaðild þess sem nýtur og þiggur þjónustuna. Þessi grunnþjónusta stendur öllum til boða. Þess heldur má ekki skerða lögmætar tekjur sókna. Sóknir landsins eru hluti af lífæð sem ríkið þarf að hætta að þrengja að. Nú þegar. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Pétur G. Markan Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkið þrengir að lífæð fólksins í landinu Það vekur athygli á þessu tímum, þegar stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að verja bæði fyrirtæki og einstaklinga fyrir því gríðarlega tekjufalli sem svo margir urðu fyrir í kjölfar covid 19, að lesa það í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að „þrátt fyrir ákvæði 2. gr. skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 985 kr. á mánuði árið 2022 fyrir hvern einstakling...“. Sóknargjaldið skal með öðrum orðum skert verulega fjórtánda árið í röð og raunar að þessu sinni lækkað um 8,8% milli ára eða úr 1080 kr. á mánuði í 985 kr. Áfram skal því, skv. þessari tillögu, gengið í sjóði trúfélaganna með því að skerða með valdboði lögmæt félagsgjöld þeirra. Trúfélögin munu því enn eitt árið verða fyrir fordæmalausu tekjufalli þar sem tekjurnar verða nú aðeins um 51% af því sem vera ætti skv. lögum um sóknargjöld. Hefði því sannarlega mátt ætla að hér væri ekki síður tilefni til björgunaraðgerða en nú eru uppi gagnvart ýmsum öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Sóknargjaldið verður skv. frumvarpinu, eins og áður sagði, aðeins kr. 985 á mánuði á næsta ári í stað a.m.k. 1915 kr. eins og vera ætti ef lögum um sóknargjaldið væri framfylgt. Og raunar er gengið enn lengra í fyrirliggjand frumvarpi, þar sem er gert ráð fyrir enn auknum niðurskurði árin 2023 og 2024! Þetta er með öllu fordæmalaus niðurskurður, sem hófst árið 2009 og hefur engan enda tekið síðan og er því algjörlega úr takti við allar þær aðgerðir aðrar sem gripið var til eftir bankahrunið. Um þessa staðreynd er í raun engin ágreiningur, enda hafa tveir starfshópar skipaðir af innanríkisráðherra, og raunar ýmsir aðrir sérfræðingar, sem ráðherrar hafa kallað til, staðfest það með óyggjandi hætti, að trúfélögin hafi orðið fyrir miklu mun meiri skerðingu en nokkrir aðrir aðilar í þeim neyðarráðsstöfunum sem gripið var til eftir bankahrunið. Auk þess sem slíkum ráðstöfunum er auðvitað löngu lokið gagnvart öðrum aðilum, þótt þeim sé enn haldið áfram af fullum þunga gagnvart sóknargjaldinu. Alls nemur uppsöfnuð skerðing sóknargjaldsins á þessum 14 árum 19,05 milljörðum kr. ef fyrirliggjandi fjárlagatillaga fyrir árið 2022 verður samþykkt. Það munar sannarlega um minna, enda samsvarar þessi upphæð heildarframlagi ríkissjóðs til landhelgisgæslunnar eða sjávarútvegsmála sl. þrjú og hálft ár. Hefur þetta gríðarlega tekjufall enda orðið til þess, að margar sóknir landsins eru komnar að fótum fram fjárhagslega. Lítið eða ekkert viðhald hefur verið á mörgum kirkjum og safnaðarheimilum í rúman áratug þannig að nú eru víða kominn upp gríðarleg vandamál vegna leka, myglu og annara afleiðinga af vanræktu viðhaldi og jafnvel kirkjubrunar sem rekja má beint til vanrækts viðhalds. Sömuleiðis hefur víða dregið verulega úr öllu starfi og þjónustu vegna fjárhagsþrenginga safnaðanna. Og það á sama tíma og opinberir aðilar beina sífellt fleirum til kirkjunnar í von um félagslega og fjárhagslega aðstoð þegar stofnanirnar hafa ekki önnur ráð. Og nú er jafnvel svo komið, að sóknirnar fá varla lán eða aðra fyrirgreiðslu, eins og t.d. skuldbreytingar, í viðskiptabönkunum þar söfnuðirnir teljast ekki lengur traustir viðskiptamenn vegna bágs fjárhags. Það má því segja að þeim séu nú allar bjargir bannaðar. Margoft hefur verið við því varað á liðnum árum, að í þessar aðstæður stefndi, en viðbrögð stjórnvalda verið lítil sem engin. Einu viðbrögðin hafa í raun verið þau, að benda söfnuðunum á það, ár eftir ár, að beita bara aukinni hagræðingu til að bregðast við þessum aðstæðum. Það ætti að vera öllum ljóst, að það getur enginn hagrætt ár eftir ár í fjórtán ár til að mæta því, að tekjurnar hafi að lokum lækkað um helming eins og nú er orðið. Slík “hagræðing“ leiðir að lokum aðeins til niðurskurðar á mikilvægum verkefnum, vanskila og niðurníðslu fasteigna, svo eitthvað sé nefnt. Eða hvað skyldi annars vera til ráða þegar söfnuðunum, í kjölfar niðurskurðar liðinna ára, er nú á næsta ári ætlað að lifa á enn lækkuðum tekjum þátt fyrir hækkuð laun, hækkaðan tilkostnað og áframhaldandi óbreyttar vaxtagreiðslur af lánum? M.ö.o 8.8% lækkun tekna á meðan gera má ráð fyrir 4-5% hækkun verðlags! Er ekki löngu komið nóg? Nú veit ég það, að ýmsir halda því fram að hér sé bara allt með feldu og ríkisvaldið geti bara ákveðið það sjálft á fjárlögum hvaða framlagi skuli varið til þessa málaflokks. En sé slíku haldið fram, þá er með alvarlegum hætti horft fram hjá mikilvægum staðreyndum um raunverulega stöðu sóknargjaldsins. Því þar er ekki um framlag ríkisins til trúfélaganna að ræða, eins og svo oft er látið í veðri vaka, heldur er hér um að ræða skil ríkisins, sem innheimtuaðila, á innheimtum félagsgjöldum trúfélaganna. Til að útskýra þess staðreynd aðeins nánar skal eftirfarandi rifjað upp: Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1987 upp vildi ríkisvaldið útrýma svokölluðum “nefsköttum”, sem áður voru innheimtir af gjaldheimtum sveitarfélaganna, en þær voru við þessa breytingu lagðar niður. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að innheimta og síðan skila sóknargjöldum til réttra aðila, sem tiltekið hlutfall af tekjuskatti, nákvæmlega með sama hætti og ríkisvaldið tók við þessa breytingu að sér að innheimta útsvarið fyrir sveitarfélögin. Var þetta fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir, að það meginsjónarmið hafi verið haft við tillögugerðina, að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt, að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum þeirra. Þá segir í greinargerðinni, að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir, að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjárhagsáætlanir á þeim. Í framsöguræðu með frumvarpinu tók ráðherra sérstaklega fram, að með þessari breytingu væri ekki um að ræða neina breytingu á þeirri staðreynd, að hér væri um ræða félagsgjöld trúfélaganna, sem ríkið tæki nú að sér að innheimta. Upphæð sóknargjaldsins var síðan reiknað inn í heildarálagningu opinberra gjalda með nákvæmlega sama hætti og gert var með útsvarið og hefur verið innheimt skv. því viðmiði alla tíð síðan. Nú blasir það hinsvegar við, að við þetta fyrirkomulag, sem tekið var upp árið 1987, hefur ekki verið staðið hvað sóknargjaldið varðar allt frá árinu 2009, heldur hafa allir samningar sem þar lágu að baki verið brotnir og loforð svikin. Staðreyndin er m.ö.o. sú, að skil ríkisins á innheimtum sóknargjöldum hafa verið skorin þannig niður, að ríkið stendur trúfélögunum aðeins skil á rétt rúmlega helmingi þeirra sóknargjalda sem innheimt eru, eða nánar tiltekið 51%. Afgangurinn er hreinlega látinn renna í ríkissjóð. Verður það að teljast nokkuð rausnarleg innheimtuþóknun, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sumir vildu jafnvel taka sér í munn mun sterkari orð um þetta framferði og halda því fram, að farið hafi verið ófrjálsri hendi um sjóði trúfélaganna. Núverandi fjármálaráðherra komst m.a. þannig að orði í samtali við undirritaðan árið 2013, að hér væri í raun um ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar að ræða. Hlýtur það því að vera skýlaus krafa trúfélaganna, að þessi mál verði skoðuð í alvöru og síðan gengið til samninga um að leiðrétta a.m.k. eitthvað af þeirri skerðingu, sem orðin er. Því vart verður því trúað, að stjórnvöld ætli sér í alvöru að leggja starfsemi trúfélaganna endanlega í rúst eins og nú virðist stefna í og stefna með því trúfrelsi á Íslandi í hættu! Fyrsta skrefið í slíkri leiðréttingu gæti þá t.d. verið það, að sóknargjaldið fyrir árið 2022 verði að lágmarki hækkað um sömu upphæð og sóknargjaldið var hækkað í fyrra að viðbættri þeirri hækkun sem hefði átt að verða milli áranna 2021 og 2022 skv. sóknargjaldalögunum væri það ekki skert. Sóknir landsins bera uppi sálgæslustarf, mannúðar og velferðarstarf, barna og æskulýðsstarf, eldriborgarastarf, messuhald, andlegt ræktarumhverfi og menningarstarf vítt í kringum landið. Sóknir landsins eru hryggjastykkið í fjölmörgum samfélögum, andlegt líf, sálgæsla og menningarvettvangur fólksins, sem greiðir sóknargjald fyrir þessa þjónustu. Hitt er og rammar inn einstakt mikilvægi sókna landsins; sóknir landsins spyrja ekki um trúfélagsaðild þess sem nýtur og þiggur þjónustuna. Þessi grunnþjónusta stendur öllum til boða. Þess heldur má ekki skerða lögmætar tekjur sókna. Sóknir landsins eru hluti af lífæð sem ríkið þarf að hætta að þrengja að. Nú þegar. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar