Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 10:30 Óskar Bjarni Óskarsson talar um syni sína Arnór Snæ og Benedikt Gunnar sem geta ekki annað en brosað af því sem faðir þeirra segir. S2 Sport Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira