Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:01 Sara Sigmundsdóttir og hinir keppendurnir á CrossFit-mótinu í Dúbaí keppa bæði í eyðimörk og í snjó í ár. Instagram/@sarasigmunds Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni. Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni. CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni.
CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira