Handbolti

Heima­konur lentu í vand­ræðum gegn Japan | Öruggt hjá Dan­mörku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristina Jørgensen var markahæst í liði Danmerkur í kvöld.
Kristina Jørgensen var markahæst í liði Danmerkur í kvöld. Jan Christensen/Getty Images

Öllum sex leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Danmörk vann öruggan 11 marka sigur á Ungverjalandi og þá unnu gestgjafarnir tveggja marka sigur á Japan.

Milliriðlar mótsins hófust í dag og var enn nokkuð um stórsigra. Einn slíkur vannst er Danmörk skoraði 30 mörk gegn aðeins 19 hjá Ungverjalandi. Kristina Jørgensen var markahæst í danska liðinu með sex mörk.

Danmörk og Þýskaland eru bæði með fullt hús stiga í milliriðli 3.

Leikur Spánar, gestgjafa mótsins, og Japans var töluvert meira spennandi. Fyrri hálfleikur var hnífjafn og staðan jöfn 15-15 að honum loknum. 

Í þeim síðara hægðist aðeins á leiknum og sóknarleikur beggja liða hikstaði, fór það svo að heimakonur skoruðu fleiri mörk og unnu á endanum tveggja marka sigur.

Lokatölur 28-26 og Spánn er með fullt hús stiga í milliriðli 4 líkt og Brasilía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×