Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2021 12:05 Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í hartnær sextán ár. Vísir/AP Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“ Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“
Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent